fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
433Sport

Sjáðu fögnuðinn í kvöld – Sjö ára eyðimerkurganga Fram tók enda

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram er komið aftur upp í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 2014 þegar liðið lék þar síðast, þetta stórveldi hefur lengi beðið eftir því að komast aftur upp. Það er nú komið í hús eftir aðeins sextán umferðir í Lengjudeild karla.

Tveimur leikjum er nýlokið að Lengjudeild karla í kvöld. Ljóst er að Fram mun leika í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili eftir að liðið vann 2-1 sigur á Selfoss og Kórdrengir töpuðu fyrir Grótta á útivelli.

Alexander Már Þorláksson kom Fram yfir á 3. mínútu og Indriði Áki Þorláksson tvöfaldaði forskot heimamanna þegar að 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Gary Martin minnkaði muninn fyrir Selfoss á 67. mínútu og þar við sat.

Fram fór létt með Lengjudeildina en liðið er með 12 stiga forskot á ÍBV í 2. sætinu. Selfoss er í 10. sæti með 15 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Grótta tók á móti Kórdrengjum á Vivaldivellinum. Valtýr Már Michaelson kom Grótta í forystu eftir þriggja mínútna leik. Þórir Rafn Þórisson jafnaði metin fyrir Kórdrengi á 80. mínútu eftir slæm mistök í vörn Grótta en Pétur Thedór Árnason kom heimamönnum aftur yfir sex mínútum síðar og þar við sat. Kórdrengir eru í 3. sæti með 28 stig eftir 16 leiki og ljóst að liðið getur ekki náð Fram að stigum.

Leiknum var ekki lokið hjá Kórdrengjum og biðu Framarar eftir úrslitum þar og fögnuðurinn var mikill

Það var fagnað vel í Safamýri í kvöld eins og sjá má hér að neðan.

Ítarlega verður farið yfir magnaðan árangur Fram í Lengjumörkin á Hringbraut á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Selfoss heimsækir Aftureldingu í beinni á Hringbraut í kvöld

Selfoss heimsækir Aftureldingu í beinni á Hringbraut í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mættur til London – Hundtryggur aðstoðarmaður Ferguson með í för

Ten Hag mættur til London – Hundtryggur aðstoðarmaður Ferguson með í för
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bæði Wolves og Aston Villa hafa mikinn fjárhagslegan hag af því að tapa um helgina

Bæði Wolves og Aston Villa hafa mikinn fjárhagslegan hag af því að tapa um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu mörkin þegar Grótta vann í gær – Hörmuleg byrjun HK í deildinni

Sjáðu mörkin þegar Grótta vann í gær – Hörmuleg byrjun HK í deildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lengjudeild kvenna: Víkingur burstaði Grindavík

Lengjudeild kvenna: Víkingur burstaði Grindavík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enski boltinn: Burnley sótti dýrmætt stig á Villa Park – Jafnt hjá Chelsea og Leicester

Enski boltinn: Burnley sótti dýrmætt stig á Villa Park – Jafnt hjá Chelsea og Leicester