fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Viðræður við Henderson ganga illa og hann gæti farið – Stuðningsmenn brjálaðir

Helga Katrín Jónsdóttir
Mánudaginn 19. júlí 2021 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool gæti verið á förum frá félaginu ef marka má fréttir dagsins.

Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 og hefur verið lykilmaður hjá félaginu og fyrirliði síðustu ár.

James Pearce, er mjög áreiðanlegur þegar kemur að fréttum frá Liverpool, og David Ornstein skrifuðu grein í The Athletic þar sem farið var yfir mál Henderson. Auk þess sagði Dominic King, blaðamaður Daily Mail, að það sé raunverulegur möguleiki á því að Henderson yfirgefi Liverpool í sumar.

Henderson hefur fundað með félaginu um nýjan samning síðan í lok síðasta tímabil en þær viðræður hafa ekki gengið vel. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2023.

Mörg lið eru talin hafa áhuga á miðjumanninum knáa, meðal annars PSG og Atlético Madrid.

Stuðningsmenn Liverpool hafa tjáð sig um málið á Twitter í dag og ljóst er að þeir eru afar ósáttir við þróun mála og verður ekki vinsælt hjá eigendum klúbbsins ef þeir selja fyrirliðann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Staðfestir hvernig viðræður Ronaldo og City voru

Staðfestir hvernig viðræður Ronaldo og City voru
433Sport
Í gær

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur
433Sport
Í gær

Bjarni í leyfi frá störfum en var mættur á svæðið – „Brjálaður allan leikinn“

Bjarni í leyfi frá störfum en var mættur á svæðið – „Brjálaður allan leikinn“
433Sport
Í gær

Kári Árnason á leið í áhugavert starf í Víkinni

Kári Árnason á leið í áhugavert starf í Víkinni