Föstudagur 06.desember 2019
433Sport

Eiður Smári um stöðu Gylfa Þórs á Englandi: „Það eru allir Íslendingar að reyna að finna eitthvað“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 12:18

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands ræddi stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Það gerði hann í hlaðvarpsþættinum, Fantasy​Gandalf sem Hugi Halldórsson og Ingimar Helgi stýra.

Eiður sem er sérfræðingur Símans um enska boltann ræddi stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðinu, Gylfi hefur verið á bekknum hjá Everton í síðustu leikjum.

,,Erfitt að segja hvað er í gangi;“ sagði Eiður í þættinum og ræddi svo um það hvar Gylfi eigi að spila og þá umræðu.

,,Mér finnst þessi umræða um hann þegar hann er í holunni, þá á hann að vera neðar. Þegar hann er að spila sem átta, þá á hann að vera í holunni. Það er eins og við séum aldrei búin að finna stöðu fyrir Gylfa, í umræðunni.“

Gylfi hefur að mati Eiðs ekki spilað vel og því er kannski eðlilegt að Marco Silva, stjóri Everton setji hann á bekkinn. ,,Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem er hægt að segja að Gylfi hefur ekki byrjað tímabilið vel. Ekki spilað nógu vel, það er hægt að kenna liðinu um það, það er hægt að segja að hann eigi að bíta á jaxlinn. Menn hafa alveg lent í því að sitja aðeins á bekknum og líta í eigin barm, með gæðin sem Gylfi hefur á hann að gera meira, þarf að fá að njóta sín meira. Þegar gengi liðsins er eins og það er, svo fyrsti leikurinn sem hann er settur á bekkinn, þá vinna þeir. Þó hann skori, þá er þjálfarinn að hugsa um allan hópinn. Af hverju þá að breyta?.“

Eiður telur að það horfi til betri vegar og að Gylfi komist aftur í liðið.

,,Ég trúi því ekki að hann verði á bekknum, mikið lengur. Gefum honum smá kælingu og fá svör frá honum, það kemur á næstunni. Það eru allir Íslendingar að reyna að finna eitthvað, við viljum vernda okkar mann. Við viljum sjá hann á vellinum, ég hef ekki áhyggjur af því að hann verði á bekknum lengi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heimir vann titil í fyrstu tiltaun með Val

Heimir vann titil í fyrstu tiltaun með Val
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Marco Silva rekinn frá Everton

Marco Silva rekinn frá Everton
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fullyrt að hægt sé að fá norska undrabarnið mjög ódýrt í janúar

Fullyrt að hægt sé að fá norska undrabarnið mjög ódýrt í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá því þegar hann kastaði 7 milljónum frá sér á einu kvöldi: Fór í meðferð

Segir frá því þegar hann kastaði 7 milljónum frá sér á einu kvöldi: Fór í meðferð
433Sport
Í gær

Fullyrt að Ísland mæti Póllandi í síðasta leik fyrir EM í sumar

Fullyrt að Ísland mæti Póllandi í síðasta leik fyrir EM í sumar
433Sport
Í gær

Mourinho segir United frábært lið þegar það getur pakkað í vörn

Mourinho segir United frábært lið þegar það getur pakkað í vörn
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Reyndi að þakka Terry fyrir leikinn – Labbaði særður burt

Sjáðu atvikið: Reyndi að þakka Terry fyrir leikinn – Labbaði særður burt
433Sport
Í gær

Allar myndavélar bannaðar í endurkomu Mourinho: Eina félagið sem hefur neitað

Allar myndavélar bannaðar í endurkomu Mourinho: Eina félagið sem hefur neitað