fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
433Sport

Mourinho uppljóstrar loksins öllu: Var nálægt því að deyja þegar hann braut þessa reglu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er rétt, ég var þarna,“ sagði Jose Mourinho um þær sögur um að hann hefði falið sig í þvottakörfu árið 2005. Mourinho hefur aldrei viljað staðfesta þessar fréttir, þær eru réttar.

Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann árið 2005 þegar hann var stjóri Chelsea, og mátti ekki vera í klefanum fyrir leiki gegn FC Bayern. Hann fór ekki eftir þeim reglum.

Mourinho mætti um miðjan dag og fór inn í klefa, þar var hann fram að leik, hann horfði á stærstan hluta leiksins þar og kom skilaboðum á bekkinn. Menn á vegum UEfA vildu vita hvar Mourinho væri, hann þurfti því að koma sér úr klefanum, þar var hann nálægt því að deyja.

,,Þetta var stórleikur gegn Bayern og ég varð að vera með leikmönnum. Ég fór inn í klefa um miðjan dag og leikurinn var ekki fyrr en um kvöldið. Ég sat bara í klefanum og beið eftir leikmönnum, það sá mig ekki nokkur maður. Vandamálið var að koma sér burt.“

,,Búningastjórinn setti mig í körfuna, hann skildi eftir smá op svo ég gæti andað. Svo þegar við erum að fara úr klefanum og hann er að rúlla mér þarna, þá koma starfsmenn UEFA og vilja finna mig.“

,,Búningastjórinn lokaði því kassanum, ég gat ekki andað. Þegar hann loksins opnaði, þá var ég að deyja. Ég er að segja það í alvöru, ég var að missa andann. Þetta er satt.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Magnús Ver verður afi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum
433Sport
Í gær

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“
433Sport
Í gær

Heimta stemningu og borga flug fyrir stuðningsmennina

Heimta stemningu og borga flug fyrir stuðningsmennina
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir fyrir um úrslit helgarinnar: Solskjær fær á baukinn

Ofurtölvan spáir fyrir um úrslit helgarinnar: Solskjær fær á baukinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho segir United gera mörg mistök: ,,Hræðilegur varnarleikur“

Mourinho segir United gera mörg mistök: ,,Hræðilegur varnarleikur“