fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR harmar þau ummæli sem Björgvin Stefánsson lét falla um Archange Nkumu leikmann Þróttar í gær. Björgvin, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, lét ummælin falla í beinni útsendingu á Haukar TV í gær. Björgvin sá um að lýsa leik Hauka og Þróttar R. á Haukar TV en þau lið áttust við í Inkasso-deild karla.

Björgvin er fyrrum leikmaður Hauka en hann tjáði sig um Nkumu, leikmann Þróttar. ,,Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

KSÍ er með málið á borði sínu, líkur eru á að Björgvin fái fimm leikja bann fyrir rasísk ummæli sín. Pape Mamadou Faye á ættir að rekja til Senegal en er íslenskur ríkisborgari, hann ritar um málið á Facebook síðu sinni í dag

„Þetta er það sem ég er alltaf segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum. Þetta sagði leikmaður KR í beinni útsendingu í gærkvöldi,“ skrfar Pape á Facebook.

Það kemur Pape sem er dökkur að hörund ekki á óvart að svona ummæli falli á Íslandi.

„Ég persónulega er ekki í sjokki yfir því að þetta hafi gerst hér á landi, en að þetta skuli koma frá þessum fávita sem ég hafði lengi haldi að væri nettur gæji og allt það er það sem kemur mér mest á óvart í þessu. Svona er ekki boðlegt árið 2019, manni hefur fundist eins og hlutinir væru að lagast en svo kemur eitthvað svona og setur strik í reikninginn.“

Bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manúel Stefánssynir, leggja orð í belg. ,,Núna þarf KSÍ – Knattspyrnusamband Íslands að taka á þessu. Að taka ekki á svona ummælum er að gefa þeim grænt ljós, og þetta er helvíti gróft brot,“ skrifar Logi.

Unnsteinn tekur undir það. „Ótrúlega sérstakt, alls ekki eitthvað sem hægt er að afskrifa sem „dómgreindarleysi“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth