fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Drekkur sitt eigið þvag: Konan vill ekki kyssa hann – „Ég get ekki rifist við hann lengur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 20:00

John segir þvagið hafa haft gríðarlega góð áhrif á heilsuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Moniz-DePass, 46 ára fyrrverandi keppandi í Herra heimi, er á frekar sérkennilegu mataræði. Hann segist ekkert borða fimm daga vikunnar og drekki þá aðeins sitt eigið þvag. Þá segist hann einnig baða sig í ársgömlu þvagi sem hann geymir í ísskápnum á heimili sínu, fjölskyldumeðlimum til mikils ama. Ef hann verður svangur á þvagkúrnum fær hann sér stöku sinnum ávaxtasafa.

Borðar 3000 kaloríur á viku

John er fyrrverandi vaxtarræktarkappi og var ávaxtaæta áður en hann fór á þvagkúrinn svokallaða. Hann segir í samtali við Daily Mail að hann sé heilbrigðari og orkumeiri sem aldrei fyrr.

John ásamt eiginkonunni Doru og börnunum þeirra þremur.

„Fyrir tveimur árum byrjaði ég að draga úr neyslu á kjöti og fann mun á mér strax. Sársauki sem ég hafði fundið fyrir minnkað á einum eða tveimur dögum. Ég svaf betur, mér leið betur. Nú er líkami minn líflegri, orkumeiri og ljómar meira. Ég er meðvitaðri um sjálfan mig og sef betur. Ég get dregið andann dýpra,“ segir hann.

John starfar nú sem einkaþjálfari en þegar hann var í vaxtarrækt var hann tæp hundrað kíló og innbyrti mikið af kaloríum og próteini til að byggja upp vöðvamassa. Þegar hann hætti í vaxtarrækt lækkaði talan á þyngdinni í rúm áttatíu kíló. Í dag getur hann orðið léttastur tæp sextíu kíló, en hann borðar tæplega þrjú þúsund hitaeiningar yfir vikuna, en maður á hans aldri ætti að innbyrða svo margar hitaeiningar á einum degi. Hann dreymir að komast á þann stað að hann geti lifað án matar.

Geymir þvagið í 6 til 12 mánuði

Þó að John segi að líkaminn sé í toppstandi hefur mataræðið haft slæm áhrif á hjónabandið hans.

„Fyrstu viðbrögð mín var algjör andstyggð. Þvagið var í ísskápnum mínum og ég kærði mig ekki um það. John sagði mér ekki að hann væri í þvagmeðferð fyrr en ég fann lykt af því og sá það. Ég var niðurbrotin. Ég hélt að þetta væri bara tímabil sem hann væri að ganga í gegnum en síðan varð þetta að lífsstíl,“ segir Dora, eiginkona hans. Eftir sex mánuði á þvagmataræðinu tók hún það í sátt, þó henni finnist skrýtið að hann drekki stundum gamalt þvag.

John segist vera stæltur út af þvagneyslu.

„Það er virkilega hryllilegt. Hann geymir það í sex til tólf mánuði áður en hann notar það. Hann baðar sig í því líka. Lyktin er mjög sterk í um tíu mínútur og við rífumst mikið um þetta. En hann veit að þegar hann fer í þvagsturtu að þá verður hann að opna gluggana og kveikja á viftunni. Hann fer í þvagsturtu fjóra daga í viku að ég veit, en hann gerir það í kjallaranum þannig að það gæti verið oftar,“ segir hún.

Vill ekki kyssa hann.

Hún bætir við að hún leyfi John ekki að kyssa sig þegar hann er búinn að fá sér sopa af pissi.

„Ég elska góðan ilm og hreinlæti þannig að það er erfitt að kyssa hann án þess að hræðast það að lykta af þvagi. Hann þyrfti að drekka það á morgnana og kyssa mig á kvöldin þegar lyktin er horfin,“ segir hún og bætir við að hún sjái þó kosti mataræðisins.

„Ég verð að styðja hann – þetta er ekki ákjósanleg staða en ég get ekki rifist við hann lengur. Ég er bara glöð að hafa orkumikla og hamingjusama eiginmanninn minn!

John og Dora reka líkamsræktarfyrirtæki saman.

Felur lyktina með ilmkertum

Dætur hjónanna, Michaila, fimmtán ára og Sierra, fjórtán ára, eiga einnig erfitt með lífsstílinn.

„Þær sjá þetta ekki því hann geymir þetta inni á baðherbergi en þeim finnst lyktin ekki góð. Ég fel hana með því að nota ilmkerti í húsinu. Ég geri það svo stelpurnar geti vanist þessu.“

Í grein Daily Mail kemur fram að engin vísindaleg rannsókn sanni ágæti þvagdrykkju og að ýmsar bakteríur geti lifað í því. Þá kemur einnig fram að til séu fjölmargir Facebook-hópar þar sem mælt er með því að fólk drekki sitt eigið hland. Kjósa margir að geyma þvagið, eins og John, og drekka það mörgum mánuðum síðar, jafnvel árum.

John fær sér stundum ávaxtasafa ef hann verður svangur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa