fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Pantaði flugvélamat og brá heldur betur í brún: „Þetta var áfall“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 18:00

Vont að lenda í þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft sverfur hungrið að í flugi og þá er gott að grípa samloku til að narta í. Það er akkúrat það sem Bretinn Nick Mosley gerði í flugi á leið frá Balí til Ástralíu.

Nick pantaði sér samlokuþrennu um borð í vél flugfélagsins Jetstar Airways, enda voru samlokurnar afar girnilegar í matseðlinum. Nick greiddi rétt tæplega átta hundruð krónur fyrir samlokurnar en brá heldur betur í brún þegar þær voru framreiddar.

Samlokurnar á matseðlinum.

Er Nick skoðaði samlokurnar betur virtist lítið sem ekkert álegg vera á þeim og fylltu magann aftar lítið. Brauðið var enn fremur í blautari kantinum, en Nick ákvað að birta myndir á Twitter af ósköpunum. Flugfélagið sagðist ætla að skoða málið og báðust afsökunar í svartísti.

Hefur áhrif á heilsu og veskið

Nick er hins vegar alls ekki sáttur eins og hann segir frá í samtali við The Sun.

„Mér finnst að flugvélamatur, hvort sem hann er innifalinn í verði miðans eður ei ætti að vera ágætur og endurspegla verðið,“ segir hann og heldur áfram.

„Það munu alltaf vera einstaklingar í fluginu sem eru á lengra ferðalagið með millilendingu þannig að vondur matur hefur bein áhrif á heilsu fólks sem og veskið.“

Það verður örugglega langt þar til Nick treystir sér í að panta samloku aftur um borð í flugvél.

„Þetta var áfall – þetta lét samlokur á bensínstöð líta út eins og stórveislu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa