fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Þetta er það skítugasta á veitingastöðum: Allir snerta það – 185 þúsund bakteríur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 12:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru svo sem engar fréttir að almenningsrými eru stútfull af sýklum, hvort sem það er bókasafn eða líkamsræktarstöð. Hins vegar kemur á óvart hvaða svæði eða hlutir eru óhreinastir inni á veitingastöðum.

Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af ABC News er það skítugasta á veitingastöðum eitthvað sem allir snerta – nefnilega sjálfur matseðillinn. Það fundust að meðaltali 185 þúsund bakteríur á matseðlum sem er talsvert meira en á hlutnum sem var í öðru sæti – piparkvörninni. Á henni fundust að meðaltali 11.600 bakteríur.

Í umfjöllun TODAY um rannsóknina er mælt með því að sleppa því að nota piparkvörn á veitingastöðum þar sem þær séu sjaldan þrifnar. Er stungið upp á því að biðja kokkinn frekar um að hafa matinn bragðsterkan.

Rannsóknin var framkvæmd á tólf veitingastöðum í þremur fylkjum í Bandaríkjunum; New York, Ohio og Arizona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa