fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Matur

Logi og Svanhildur eiga sjö börn: Svona skipuleggja þau jólin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 09:00

Logi og Svanhildur eiga stóra fjölskyldu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er spurður spjörunum úr í jólablaði Morgunblaðsins. Hann segir jólahátíðina sína mjög íhaldssama.

„Aðfanga­dag­ur. Mat­ur klukk­an sex og svo pakk­arn­ir opnaðir og kort­in les­in og svo vakað fram eft­ir með góða bók,“ segir hann.

Það sem hefur þó bjargað jólunum er skipulagskunnátta eiginkonu Loga, Svanhildar Hólm, aðstoðarkonu fjármálaráðherra.

„Við eig­um sam­tals sjö börn þannig að þetta er soltið ut­an­um­hald. Við vinn­um alltaf með eitt Excel-skjal þar sem við setj­um inn gjaf­irn­ar og hvað hver eigi að fá og hvernig staðan er á því. Svo er annað sem held­ur utan um jóla­mat­ar­inn­kaup­in, sem er að grunn­in­um til frá fyrstu jól­un­um okk­ar Svan­hild­ar. Þar er allt það helsta listað upp, í hvaða búð það fá­ist og meira að segja í hvaða deild. Ég hélt að hún væri klikkuð þegar hún lét mig fá það, en ég er löngu búin að viður­kenna hversu mik­il snilld þetta er.“

En hvað ætli Svanhildur og Logi borði í jólamat?

„Við erum alltaf með ham­borg­ar­hrygg á aðfanga­dag og hangi­kjöt á jóla­dag. Nú verður hins­veg­ar breyt­ing á því við ætl­um að halda jól­in á Kanarí með tengda­for­eldr­um mín­um. Þau hafa alltaf komið til okk­ar en nú er röðin kom­in að okk­ur. Þannig að ég veit ekk­ert hvað við borðum og veit ekki al­veg hvað mér finnst um það!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu
Matur
Fyrir 3 dögum

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri
Matur
Fyrir 5 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 5 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum