fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Matur

Hin sænska Zara Larsson gagnrýnir IKEA mat: „Ég er bara að vera hreinskilin“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 21:30

Zara veit hvað hún syngur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífsstílsvefurinn Women’s Health fékk sænsku söngkonuna og Íslandsvininn Zöru Larsson til að prófa nokkrar vörur úr sænsku verslunarkeðjunni IKEA og gagnrýna matinn fyrir sig.

Zöru fannst það nú ekki leiðinlegt, en það eru eflaust flestir Íslendingar sem hafa einhvern tímann prófað mat úr IKEA.

Zöru leið eins og matargagnrýnanda í einn dag.

Zara sagði rabarbarabökuna ekki vera nógu súra og finnst sú heimagerða betri, sem maður skilur vissulega. Þá fannst henni skrýtið að Daim væri ekki jafn vinsælt í Bandaríkjunum og það er í Skandinavíu.

Þegar kom að einum þekktasta rétt Svía, sænsku kjötbollunum, var Zara yfir sig hrifin og bar þær saman við ítalskar kjötbollur.

„Stóri munurinn er að sænsku kjötbollurnar eru gómsætari. Afsakið Ítalir, ég er bara að vera hreinskilin.“

Sjáið Zöru smakka hinar og þessar IKEA-vörur hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Matur
Í gær

Enn finnast skordýr í mat á Íslandi: Keyptir þú þessa vöru?

Enn finnast skordýr í mat á Íslandi: Keyptir þú þessa vöru?
Matur
Í gær

Matseðill vikunnar: Fyrir þá sem vita ekkert hvað á að hafa í matinn

Matseðill vikunnar: Fyrir þá sem vita ekkert hvað á að hafa í matinn