fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Matur

Ásdís hélt sérstakt boð: Sumir gestanna að farast úr stressi og vansvefta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 20:30

Ásdís er alin upp við mikinn jólaundirbúning.

„Þetta er í annað skiptið sem ég held svona partí. Það var svo gaman í fyrra að ég varð að gera þetta aftur,“ segir Ásdís Kristmundsdóttir, starfsmaður Einkaleyfastofunnar og söngfugl í Mótettukórnum. Ásdís hélt áhugavert teiti á dögunum undir yfirskriftinni Smákökur og pakkasprell, þar sem gestir skiptust á smákökum og pökkum.

„Fyrir nokkrum árum þegar ég bjó í New York var mér boðið í skemmtilegt partí sem kallaðist Cookie swap and Chinese raffle. Þetta var fyrir tíma internetsins þannig að uppskriftunum var safnað saman á pappír. En þetta fer þannig fram að gestirnir mæta með eina sort af smákökum sem þeir leggja fram. Kökunum er svo skipt upp í lokin þannig að allir fara heim með tvær kökur af öllum sortunum. Gestirnir nínir mættu með eina sort en fóru heim með 25 sortir. Uppskriftirnar eru svo settar inn á boðið á Facebook,“ segir Ásdís um smákökuhluta teitisins, en pakkaleikurinn er aðeins öðruvísi.

12 stiga borð.

„Pakkaleikurinn er þannig að það fá allir að draga númer. Sá sem fær númer eitt velur sér pakka og opnar hann og síðan koll af kolli. Skemmtunin fellst hins vegar í því að þeir sem eru seinna í röðinni geta skipt ef þeim finnst meira spennandi það sem kom úr hinum pökkunum,“ segir hún og hlær. „Trúðu mér þetta getur orði ansi fjörugt, mikill metnaður í gangi og það sem er í pökkunum ekki af verri endanum. Margar komu með heimaframleiðslu eins og fylltar ólífur, útprjónaða vettlinga og allskonar handverk og þetta vekur lukku. Ég útbý líka einn pakka á mann þannig að það fá allar að draga tvisvar.“

Sumar höfðu aldrei bakað smákökur

Alls mættu 25 gestir í smáköku- og pakkapartí Ásdísar, en bæði í ár og í fyrra var hún búin að skipuleggja skemmtiatriði.

„Ég útbjó veitingar og keypti búbblur og svo sáu stelpurnar um fjörið. Já, og svo var leynigestur eins og í fyrra. Dóttir mín syngur í sönghópnum LYRIKA og þær tóku fyrir okkur nokkur lög. Sönghópurinn LYRIKA er algjör draumur og söngurinn þeirra mjög flottur.“

Ásdís telur það næsta víst að teitið verði árlegur viðburður héðan í frá, enda vakti það mikla lukku bæði í ár og í fyrra.

„Boðið heppnaðist mjög vel og við skemmtum okkur konunglega. Ég á svo frábærar vinkonur að það getur ekkert klikkað þegar þær koma saman. Sumar voru að farast úr stressi út af bakstrinum og höfðu einhverjar aldrei áður bakað smákökur. Þær voru sumar vansvefta þegar þær mættu. Það var samt ekki að sjá á kökuborðinu, þetta var 12 stiga borð.“

86 ára og mætti galvösk í boðið

En er Ásdís sjálf mikið fyrir bakstur?

„Ég er alin upp við mikinn jólaundirbúning. Mamma mín bakaði alltaf 17 sortir og allskonar randalín og hvað þetta nú heitir. Hún er 86 ára og mætti galvösk í boðið með sína sort. En ég bjó lengi í útlöndum og var þar oft á jólum þannig að þá reynir maður að halda í einhverjar hefðir og þá var bakað. Í seinni tíð hef ég bakað minna en gert meira af því að sjóða niður eitt og annað eins og eplamús og lauk. Ég hef svo keyrt þetta út til vina og vandamanna. Það veitir mér gleði að hitta fólk og gefa því að borða og þetta er liður í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki
Matur
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist ekki girnilegra: Bananabrauð með karamellusósu

Þetta gerist ekki girnilegra: Bananabrauð með karamellusósu
Matur
Fyrir 5 dögum

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur
Matur
Fyrir 6 dögum

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?
Matur
Fyrir 6 dögum

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“