fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Þú trúir því ekki að þessi réttur sé til: Við erum að tala um 7 Up-salat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 16:30

Ótrúlegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo ótal margt sem finnst á internetinu og sumt gengur í endurnýjun lífdaga reglulega – eins og þessi uppskrift hér fyrir neðan.

Þetta 7 Up-salat var fyrst kynnt til sögunnar fyrir nokkrum árum og fer svo alltaf reglulega á kreik í netheimum, þá sérstaklega fyrir hátíðarnar. Fyrst um sinn var eingöngu um að ræða uppskrift, en þremur árum eftir að uppskriftin kveikti í internetinu, var búið til uppskriftarmyndband sem búið er að horfa á tæplega þrjátíu þúsund sinnum.

Þannig að við kynnum einn sérstakasta rétt síðari ára: 7 Up-salat.

7 Up-salat

Hráefni:

200 ml 7 Up
225 g litlir sykurpúðar
1 lítill pakki af Jell-O með súraldinbragði
170 g mjúkur rjómaostur
1 bolli maraschino kirsuber
1 bolli ananas, saxaður
1/2 bolli mæjónes
1 dós cool whip (hægt að nota þeyttan rjóma í staðinn)

Aðferð:

Hitið 7 Up í potti og blandið sykurpúðum saman við. Hrærið þar til sykurpúðar hafa bráðnað. Bætið Jell-O saman við og hrærið vel. Takið pottinn af hellunni og hrærið rjómaosti vel saman við. Bætið kirsuberjum og ananas saman við. Blandið mæjónesi saman við cool whip (þeyttan rjóma) og blandið því síðan saman við sykurpúðablönduna. Hellið blöndunni í form að eigin vali og kælið í ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkutíma, helst yfir nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa