fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Aldrei fleiri smitsjúkdómar í matvælageiranum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 09:40

Bakteríur í mat eru skæðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstöð sjúkdómavarna og forvarna í Bandaríkjunum, CDC, gaf nýverið út aðvörun og varað fólk við því að borða romaine-kál eftir að um komst um E. coli-bakteríusmit sem hefur greinst í 32 manneskjum í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum.

Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem gefin er út aðvörun varðandi romaine-kál í Bandaríkjunum. Alls hefur 21 aðvörun verið gefin út vestan hafs er varðar smitsjúkdóma í matvælageiranum. Því er talið að þetta sé metár hvað það varðar, en samkvæmt CNN hefur CDC ekki rannsakað fleiri slík mál í áratug.

Doktor Scott Gottlieb, hjá Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna, segir í samtali við CNN að þetta hafi ekki með það að gera að matur sé verri nú en áður, aðeins að stofnunin hafi betri tækni til að greina smitsjúkdómana og tengja þá við algenga sýkla.

Það á þó ekki við um nýjasta kálfaraldurinn þar sem CDC hefur ekki hugmynd um upptök hans né er vitað hvenær verður óhætt að borða romaine-kál aftur.

Matvælastofnun, MAST, hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli í skugga faraldursins. Þegar að öflun upplýsinga um mögulega hættu vegna E.coli-bakteríunnar á Íslandi hefur verið aflað verður ýmist gefin út viðvörun eða innköllunarskylda, ef tilefni þykir til að vara neytendur við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa