fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Matur

Epískur nachos-réttur sem bjargar helginni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 14:00

Ef þetta er ekki girnilegt þá vitum við ekki hvað.

Nachos-réttir eru alltaf jafnvinsælir enda eru þeir einfaldir, fljótlegir og hitta alltaf í mark. Hér er einn ansi góður sem getur hæglega bjargað helginni.

Epískur nachos-réttur

Hráefni:

500 – 600 g tortilla-flögur
3 bollar rifinn ostur
3 bollar rifinn cheddar ostur
1 dós stappaðar baunir (refried beans)
1 dós svartar baunir
300 g hakk, kryddað með taco kryddi
1 græn paprika, skorin í þunnar ræmur
1 meðalstór laukur, smátt saxaður
1 krukka taco sósa
1½ bolli salsa sósa
2 bollar sýrður rjómi
1 krukka súrsaður jalapeno í sneiðum
6 vorlaukar, smátt skornir
1½ bolli maískorn
2 lárperur, skornar í bita
1 bolli kóríander, smátt skorið

Góður biti.

Aðferð:

Stillið ofninn á grillstillingu. Takið til tvær ofnplötur og dreifið tortilla-flögunum á milli þeirra tveggja. Dreifið síðan ostinum yfir flögurnar og bætið síðan baunakássunni, baununum, hakkinu, papriku og lauk þar ofan á. Grillið í 3 til 6 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og flögurnar farnar að brúnast. Takið úr ofninum og skreytið með sósunum, jalapeno, vorlauk, maís, lárperu og kóríander. Berið strax fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Árið var alls konar: Kannabisnammi og einhyrningakökur úti um allt

Árið var alls konar: Kannabisnammi og einhyrningakökur úti um allt
Matur
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára stúlka fann alsælu í hamborgaranum

Ellefu ára stúlka fann alsælu í hamborgaranum
Matur
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um kaffi: Þetta er besti tíminn til að drekka það

Sannleikurinn um kaffi: Þetta er besti tíminn til að drekka það
Matur
Fyrir 2 dögum

Costco er besti vinnustaðurinn: Sjáðu fyrirtækin sem töpuðu fyrir stórversluninni

Costco er besti vinnustaðurinn: Sjáðu fyrirtækin sem töpuðu fyrir stórversluninni