fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Borðaði ekkert nema McDonald‘s í mánuð og léttist: „Margir sögðu við mig að ég væri þreytulegur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 18:00

Ry léttist við að borða bara McDonald's.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ry Williams er 29 ára gamall maður frá Gloucester sem heldur úti vinsælli YouTube-rás undir nafninu Ry. Hann ákvað fyrir stuttu að borða einungis mat frá McDonald‘s í þrjátíu daga til að afsanna það sem kemur fram í heimildarmyndinni Super Size Me frá árinu 2004.

Í heimildarmyndinni borðaði kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock einungis McDonald‘s-fæðu og blés út, eitthvað sem Ry hafði ekki trú á. Spurningin sem Ry leitaðist eftir að svara var einfaldlega:

„Er mögulegt að koma sér í form á þrjátíu dögum með því að borða einungis mat frá McDonald‘s?“ samkvæmt frétt Gloucestershire Live.

Ry tók allt ferlið upp og leyfði aðdáendum sínum á YouTube að fylgjast grannt með.

Ósanngjörn tilraun í Super Size Me

„Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera,“ segir Ry í samtali við Gloucestershire Live.

Svona leit Ry út í byrjun mataræðisins.

„Síðan ég horfði á Super Size Me hef ég hugsað um hve ósanngjörn tilraunin var. Hann borðaði fimm þúsund kaloríur á dag og hreyfði sig ekki þannig að mér fannst óheilbrigt ástand hans ekki koma á óvart.“

Þess má geta að fyrrnefndur Morgan þyngdist um rúm tíu kíló við gerð myndarinnar og það tók hann fjórtán mánuði að missa þau aftur.

Ry á síðasta degi áskoruninnar.

Smakkaði allt á matseðlinum

Ry setti sér að innbyrða þann kaloríufjölda á dag sem mælt væri með fyrir karlmenn, eða alls 2500 á dag. Þá hreyfði hann sig mikið á þessu tímabili. Hann minnkaði kaloríufjöldann í 2300 á annarri viku og síðan enn meira í vikunni þar á eftir, allt eftir þyngd sinni og líkamsfitu. Hann setti sér einnig þá reglu að borða allt á matseðlinum á McDonald‘s að minnsta kosti einu sinni, þannig að hann lifði alls ekki bara á ávöxtum og salati. Hann léttist um sjö kíló á þessum þrjátíu dögum en segir að dagarnir hafi verið langir og strangir.

Gúffað í sig.

„Margir sögðu við mig að ég væri þreytulegur en ég var virkari en ég hef verið í langan tíma að taka upp öll myndböndin, fara í ræktina og borða eftir McDiet-mataræðinu,“ segir Ry, sem vinnur sem póstmaður.

Hann vaknaði á hverjum degi klukkan 4 á morgnana til að fara í ræktina og eyddi að meðaltali um klukkutíma þar, fimm daga vikunnar. Ry var í ágætis formi þegar hann byrjaði á mataræðinu og var líkamsfita hans tæp ellefu prósent. Að mánuðinum loknum var líkamsfitan komin niður í 7.59 prósent.

Með tilrauninni vildi Ry alls ekki hvetja til mikillar neyslu á ruslfæði heldur sanna að það sé ekki allt slæmt svo lengi sem maður hreyfir sig og fylgist með kaloríufjölda í máltíðum.

Ry var í fínu formi þegar hann byrjaði á mataræðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa