fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Matur

Orri keppir í stærstu barþjónakeppni heims

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 14:30

Orri er afar fær barþjónn - með þeim bestu. Mynd: Þorgeir Ólafsson.

Orri Páll Vilhjálmsson, barþjónn á Apotek Restaurant, fór til Berlín í morgun til að taka þátt í barþjónakeppninni World Class Bartending Competition, stærstu barþjónakeppni heims. Keppnin byrjar í dag og endar á mánudag, en Orri etur þar kappi við bestu barþjóna heims frá 58 löndum.

Mikið mæðir á Orra um helgina. Mynd: Þorgeir Ólafsson.

Keppnin fer þannig fram að á degi eitt er Johnnie Walker-keppni. Eftir hana fara efstu tuttugu barþjónar í Tanqueray og Zapaca-keppni og á degi þrjú fara fjórir efstu barþjónarnir í kokteilakeppnina Cocktail Clash. Að henni lokinni er skorið úr um sigurvegara.

Orri er búinn að vera að undirbúa sig undanfarna mánuði fyrir stóru stundina en hann þarf að reiða fram tugi kokteila undir hinum ýmsu þemum. Reynt verður á bragð-og lyktarskyn og hann mun þurfa að þekkja í sundur tegundir í blindsmakki, ekki hvort þetta sé vodka, gin eða viskí, heldur hvort þetta sé Talisker, Johnnie Walker Black Label eða Singleton.

Sigurvegarinn á Óskarnum

Keppnin getur verið mikill stökkpallur fyrir barþjóna. Þeir bestu geta rukkað háar fjárhæðir fyrir viðburði og sigurvegari World Class árið 2014, Charles Joly frá fræga barnum the Aviary, sér um kokteilana fyrir Óskarsverðlaunahátíðina og fyrir tískusýningu Victorias Secret. Mjög eftirsóttir barþjónar sem hrista drykki á þeim viðburðum.

Fyrir bar að fá World Class-stimpil jafngildir veitingastað að fá Michelinstjörnu.

Bestu barir landsins taka þátt í World Class keppninni hér heima og stendur þjálfun og viðburðir yfir í marga mánuði og barþjónar eru dæmdir í mörgum drykkjum. Í keppninni senda barþjónar inn tugi kokteila og eru mörg mismunandi þemu sem þeir þurfa að kynna sér og eru prófaði í. Hvort

Meðal kokteila úr smiðju Orra. Mynd: Þorgeir Ólafsson.

sem eru sögulegar staðreyndir, hvernig klaki er bestur, árstíðabundin ber, krydd og ávextir, þekkja klassísku kokteilana og barþjónar þurfa að þekkja hvaða tegund er hvað í blindsmakki. Orri setti upp atriði í keppninni hér heima líkt og hann væri að vinna á einum besta kokteilbar heims, American Bar og í fjögurra liða úrslitum flaug hann í gegnum hraðakeppni þar sem þurfti að gera átta kokteila á átta mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Síðasta vikan fyrir jól: Fimm réttir sem eru tilbúnir á 20 mínútum eða minna

Síðasta vikan fyrir jól: Fimm réttir sem eru tilbúnir á 20 mínútum eða minna
Kynning
Í gær

SOHO veitingar: Jólasteikin í ár er Wellington

SOHO veitingar: Jólasteikin í ár er Wellington
Matur
Fyrir 3 dögum

Fékk mat heimsendan á hótelherbergið og fylltist viðbjóði þegar hann opnaði pokann

Fékk mat heimsendan á hótelherbergið og fylltist viðbjóði þegar hann opnaði pokann
Matur
Fyrir 4 dögum

Þorgeiri blöskrar fullyrðingar grænkera: „Að hafa dýr í búrum er eins og að hafa gyðinga í útrýmingarbúðum“

Þorgeiri blöskrar fullyrðingar grænkera: „Að hafa dýr í búrum er eins og að hafa gyðinga í útrýmingarbúðum“