fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Skyndinúðlur með Pringles-bragði: Japanir elska þennan skrýtna rétt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 15:00

Jahá - skyndinúðlur með snakkbragði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skyndinúðlur eru geysivinsælar sökum þess hve einfalt er að matreiða þær, en þær eru ekki beint hollasta matvæli í heimi.

Sjá einnig: Hættu að borða skyndinúðlur strax í dag.

Við rákumst á sérstakar skyndinúðlur sem fást í Japan en téðar núðlur eru með Pringles-bragði, sem sagt skyndinúðlur með snakkbragði. Um er að ræða annars vegar núðlur með sýrðum rjóma og lauk og hins vegar jalapeno og lauk. Talandi um nasl sem gæti vakið lukku meðal þeirra sem elska snakk og núðlur. Vörurnar komu á markað þann 15. október síðastliðinn.

Jalapeno og laukur.

Um er að ræða samstarf á milli Acecook og Pringles, en fyrrnefnda fyrirtækið fagnar þrjátíu ára afmæli í ár og það síðarnefnda fimmtugsafmæli. Markmið núðlanna var að koma neytendum á óvart, sem hefur svo sannarlega tekist. Forsvarsmenn Pringles segja þessa vöruþróun hafa falið í sér miklar áskoranir, en að lokum hafi fundist lausn þar sem Pringles-bragðið er endurgert í núðlum.

Sýrður rjómi og laukur.

Núðlurnar eru eingöngu fáanlegar í Japan og í takmörkuðu upplagi, en þeir sem vilja reyna þetta heima geta prófað að elda sér núðlur og mylja snakki saman við þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa