fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Matur

Grýttur með pylsubrauði og sleginn með kjúklingabuffi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 17:00

Leikarinn espir upp fanga í matarslag.

Leikarinn Bill Cosby, sem var lengi þekktur undir viðurnefninu fyrirmyndarfaðir, afplánar nú dóm fyrir kynferðisbrot gegn þremur konum í fangelsinu SCI Phoenix vestan hafs. Leikarinn komst í hann krappann um tveimur vikum eftir að honum var hent í steininn – hann lenti nefnilega í matarslag.

Sjá einnig: Cosby þarf að sitja inni í allt að 10 ár.

„Herra Cosby sagði brandara við annan fanga við sjúkrahúsið í fangelsinu og sá fangi reiddist nógu mikið til að taka kjúklingabuffið sitt úr brauðinu og henda því í hann,“ segir heimildarmaður miðilsins Radar Online.

Þetta er í annað sinn sem fangar nota mat sem vopn gegn leikaranum, en áður hafði fangi slegið hann í höfuðið með gömlu pylsubrauði. Heimilidarmaður Radar Online segir það mikla bræði að eyða fangelsismatnum í aðra fanga. Í raun merki um hve illa liðinn kynferðisafbrotamaðurinn er innan veggja fangelsisins.

„Ég lít á það þannig að þú verður að vera mjög reiður til að henda matnum þínum í fangelsi því þú færð ekki ábót,“ segir hann og bætir við: „Herra Cosby sagði okkur að þetta kjúklingabuff væri það besta sem hann hefði smakkað í SCI Phoenix þannig að það segir margt.“

Leikarinn er hins vegar ekki hrifinn af búðingnum sem fangelsiskokkurinn býður upp á, enda alræmdur hlaupmaður. Samkvæmt Radar Online lét hann hafa eftir sér að búðingurinn væri svo mikið rusl að hann gæti flokkast sem eðlumatur.

Leikarinn fílar hlaup betur en búðing.

Lögfræðiteymi leikarans vinnur nú að því að stytta fangelsisdóm hans, en hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í þrjú til tíu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Heróín var hóstasaft
Matur
Fyrir 4 dögum

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“
Matur
Fyrir 4 dögum

Tæplega sex metra há brúðkaupsterta: Einkakokkar sóttir til Dúbaí og Kúveit

Tæplega sex metra há brúðkaupsterta: Einkakokkar sóttir til Dúbaí og Kúveit
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ
Matur
Fyrir 5 dögum

Háskólakennari gerir atlögu að frönskum kartöflum og fólk er brjálað

Háskólakennari gerir atlögu að frönskum kartöflum og fólk er brjálað
Matur
Fyrir 6 dögum

Matseðill vikunnar: Fimm einfaldir réttir – Lax, Risotto og Teriyaki kjúklingur

Matseðill vikunnar: Fimm einfaldir réttir – Lax, Risotto og Teriyaki kjúklingur
Matur
Fyrir 6 dögum

„Eftir tvær erfiðar fæðingar er ég alsæl með tvær fullkomnar dætur“

„Eftir tvær erfiðar fæðingar er ég alsæl með tvær fullkomnar dætur“