fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Artur dæmdur í fimm ára fangelsi og dyravörðurinn lamaður eftir árásina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjinn Artur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérlega hrottalega líkamsárás á dyravörð á skemmtitaðnum Shooters í Austurstræti. Dyravörðurinn er lamaður eftir árásina og þarf hjálp við daglegar athafnir. Félagi Arturs, Dawid Kornacki, var dæmdur í vægari dóm, eða sex mánaða fangelsi, en hlutur hans var minni í árásunum.

Árásirnar áttu sér stað aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst 2018. Þeim félögum sinnaðist við dyraverði á staðnum og kom til mikilla átaka. Mennirnir eru sakaðir um sérstaklega hættulega líkamsárás og stórfellda líkamsárás. Þeir látu hnefahögg og spörk dynja á andliti og höfði brotaþolanna. Einn dyravarðanna hlaut meðal annars „margþætt brot í fimmta hálshryggjarlið, mænuáverka og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls,“ eins og segir í dómnum. Um ástand dyravarðarins sem fór verst úr árásinni segir í dómsorði:

„Sérfræðingur í taugasjúkdómum, sem annast um brotaþolann B á Grensásdeild og hefur áratugum saman unnið með mænuskaðasjúklingum, bar að brotaþolinn hefði komið á deildina 24. september. Til að byrja með var hann með mikla verki og algjörlega ósjálfbjarga. Um væri að ræða alskaða á mænu brotaþola. Það þýddi að engin merki hefðu verið um hreyfigetu eða skynjun neðan skaðamarka, það er háls. Síðan hefði honum farið fram og gæti hann nú hreyft handleggi en ekki fingur. Þá væri örlítill skynjunarvottur í framhandleggjum. Einnig geti hann hreyft tær endrum og eins en ekki alltaf. Óljóst sé hvernig á því standi. Læknirinn kvað mænuskaða brotaþola hafa orðið við áverkann og sá skaði gangi ekki til baka. Hann sé þannig öðrum háður um nánast allar athafnir daglegs lífs og verði það framvegis. Brotaþoli hafi hins vegar ekki enn horfst í augu við þennan veruleika og sé vongóður um bata. Brotaþoli muni þurfa að vera á Grensásdeild í níu til tólf mánuði frá þeim tíma er hann varð fyrir áverkanum. Eftir þann tíma væri best að hann kæmist í sérútbúið húsnæði þar sem hann gæti gist en verið á Grensásdeild í dagvistun.“

Artur Wisocki var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir hlut sinn í árásunum og Dawid Kornacki var dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Artur er dæmdur til að greiða brotaþola 6 milljónir króna í skaðabætur. Viðurkennd er skaðabótaskylda ákærða vegna líkamstjónsins sem brotaþoli varð fyrir. Þeir voru báðir dæmdir til að greiða öðrum dyraverði sem þeir réðust á, en slapp betur frá árás þeirra, 600.000 krónur í skaðabætur.

Dóminn má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“