fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. október 2018 12:40

Talsverðar umræður hafa átt sér stað í morgun innan lokaða Facebook-hópsins Karlar gera merkilega hluti eftir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, greindi frá því að hann hafi verið innan þess hóps kallaður öllum illum nöfnum. Viðbrögð kvennanna innan hópsins eru nokkuð fyrirsjáanleg, gert er grín að grein hans og hann kallaður „drulluhali“ eða „kríp“ eða „snúlla“, svo nokkuð sé nefnt.

Jón Steinar fjallaði í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun um ummæli sem látin hafa verið falla um hann í hópnum „Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. Þar nafngreinir hann einstaklinga sem hafa kallað hann „ógeð“, „kvikindi“ og „viðbjóður“ svo dæmi séu tekin.

Sjá einnig: Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Það er Hildur Lilliendahl, sem er einn stjórnenda hópsins,  sem stofnar til umræðunnar en hún deilir mynd af grein Jóns Steinars og skrifar: „Við erum frægar. Ég veit að það getur verið ákveðið áfall að finna nafnið sitt í Mogganum með þessum hætti en á móti kemur að það er dálítið gaman að hugsa til þess hvað karlar eiga erfitt með tilhugsunina um að við tökum okkur valdið til að gera það sem við viljum án þess að biðja þá um leyfi. Ég elska ykkur.“

Fjöldi athugasemda hafa nú þegar verið skrifaðar um þráðinn og má segja að flestar einkennist af kaldhæðni. „Hahaha kallanginn. Ef þetta er ekki bara meira krípí hja krípinu,“ skrifar Viktoría Júlía Laxdal, sérfræðingur á skrifstofu borgarstjórnar. Því svarar samstarfskona hennar, Hildur Lilliendahl: „Heldur betur. Þetta lýsir… ég veit eiginlega ekki hverju“ og bætir svo við: „Í fyrsta skipti frá stofnun hópsins er flóðbylgja af körlum að biðja um aðgang.“

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir segir að Karlar gera merkilega hluti sé grínsíða. „Af hverju vill hann vita hvernig er talað um hann? Og af hverju veit hann ekki að þessi síða er grínsíða?“ Hún segir stuttu síðar í þræðinum að Jón Steinar sé drulludeli.

Laufey Ólafsdóttir gerir svo grín að fundarboði Jóns Steinars: „Opinn fundur um álit nokkurra kvenna á Jóni Steinari, stýrt af Jóni Steinari? Verður ekki örugglega gerður Facebook viðburður á þetta svo ég gleymi mér ekki?“ Sunna Björg að hann ætti að fyrirgefa. „Góð eru karlmannstárin í morgunsárið, mig var farið að þyrsta. Ætti karlanginn ekki frekar að fyrirgefa, svona eins og hann er að ætlast til af þolendum?“ Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar  segir svo: „Æh litla viðkvæma blómið“

Snæfríði Þorvaldsdóttur er þó ekki skemmt og skrifar: „Er þessi maður inni á þessari síðu? Er eitthvað hægt að bregðast við þegar fólk sækir um aðgang undir falsnafni eða hvað sem það gerir. Sorry engin kaldhæðni en ég er hrikalega brennd eftir leka frá öðrum hópum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enginn trúir lengur á álfasögur

Enginn trúir lengur á álfasögur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga