fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

WOW leitar á náðir bankanna um aðkomu að fjármögnun flugfélagsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 06:21

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur og ráðgjafar WOW air eiga nú í viðræðum við stóru bankana þrjá um hugsanlega aðkomu þeirra að fjármögnun félagsins. Flugfélagið er sagt skoða af fullri alvöru að leita aðstoðar bankanna við að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins náist en það er upp á um 5,5 milljarða króna.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn séu nú að skoða hvort þeir muni koma að málinu. Ef þeir ákveða að taka þátt er vonast til að aðrir fjárfestar taki þá þátt í útboðinu. Fréttablaðið segir að ekki liggi fyrir hversu mikið fé bankarnir þurfa að lána WOW air en að kunnugir segi að það séu milljarðar króna.

Stjórnendur WOW air eru sagðir hafa fundað með bankastjórum bankanna í gær. Stefnt er að því að ljúka skuldabréfaútboðinu fyrir helgi og eru ráðgjafar WOW air sagðir hafa orðið bjartsýnni á góðan árangur þegar leið á gærdaginn.

Ríkisstjórnin hefur fylgst náið með framvindu mála enda er mikið undir að WOW air verði ekki fyrir áföllum en það myndi hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala