Eva María brotnaði saman

Eva María Jónsdóttir heimsótti flóttamannabúðirnar fyrir skemmstu.
Erfitt Eva María Jónsdóttir heimsótti flóttamannabúðirnar fyrir skemmstu.

Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu fyrir skemmstu ásamt Elizu Reid forsetafrú.

Undanfarna daga hefur gengið um Facebook myndbrot af heimsókninni en í flóttamannabúðunum búa fjölmargar konur og börn sem flúið hafa stríðsástandið í Sýrlandi. Talið er að 80% íbúa þar séu konur og börn.

Í myndbandinu segir Eva að þarna séu konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækja UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og stúlkur.

Heimsóknin virðist hafa fengið mikið á Evu Maríu en á einum tímapunkti í myndbandinu sést hún með tárin í augunum.

Á heimasíðu UN Women kemur fram að samtökin á Íslandi hafi hafið neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur í búðunum. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms-ið KONUR í númerið 1900. SMS-ið kostar 1.490 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.