fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Eva María brotnaði saman

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu fyrir skemmstu ásamt Elizu Reid forsetafrú.

Undanfarna daga hefur gengið um Facebook myndbrot af heimsókninni en í flóttamannabúðunum búa fjölmargar konur og börn sem flúið hafa stríðsástandið í Sýrlandi. Talið er að 80% íbúa þar séu konur og börn.

Í myndbandinu segir Eva að þarna séu konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækja UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og stúlkur.

Heimsóknin virðist hafa fengið mikið á Evu Maríu en á einum tímapunkti í myndbandinu sést hún með tárin í augunum.

Á heimasíðu UN Women kemur fram að samtökin á Íslandi hafi hafið neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur í búðunum. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms-ið KONUR í númerið 1900. SMS-ið kostar 1.490 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla