fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Pochettino fagnaði mikið er Manchester United skoraði: Ótrúlegt hvað ég öskraði

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 15:00

Mauricio Pochettino

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer fram stórleikur á morgun er Manchester United heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Þar mætast þeir Ole Gunnar Solskjær, stjóri United og Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.

Pochettino kannast auðvitað við Solskjær og sá hann skora sigurmark Meistaradeildarinnar árið 1999.

United kom þá ótrúlega til baka í úrslitaleik gegn Bayern Munchen og var Pochettino staddur á vellinum er leikurinn fór fram.

,,Ég var þarna með Toni [Jimenez, markmannsþjálfara Tottenham], það var frábært að horfa á þennan leik sem hlutlaus áhorfandi,“ sagði Pochettino.

,,Hvernig ég öskraði á eftir marki Manchester United var ótrúlegt. Eftir 90 mínútur skoraði Teddy Sheringham og Peter Schmeichel hafði gert sér leið í vítateiginn.“

,,Við sögðum bara: ‘Vá, þvílíkur leikur og nú er uppbótartími’. Svo skoraði Solskjær og við vorum að öskra og fagna. Ég veit ekki af hverju því við vorum hlutlausir.“

,,Andrúmsloftið var frábært. Nú er það tilviljun að við séum að hittast 20 árum seinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche