fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. september 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 2:1 tap gegn Armeníu í F-riðli undankeppni HM í gærkvöldi. Eftir úrslitin situr Írland í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig eftir tvær umferðir.

Írar gerðu jafntefli við Ungverjaland í fyrstu umferð á heimavelli, en standa nú frammi fyrir erfiðri stöðu í riðli þar sem Portúgal og Georgía eru einnig meðal keppenda.

Í viðtali við RTÉ Sport eftir leik var Heimir greinilega orðinn pirraður, sérstaklega eftir að spyrill miðilsins fór að telja upp slæma úrslitaleiki Armena í undanförnu:

„Þeir töpuðu 5:0 fyrir Portúgal á dögunum, töpuðu samanlagt 9:1 fyrir Georgíu og Kasakstan vann þá 5:2. Þeir eru 45 sætum neðar en við á styrkleikalista FIFA,“ sagði spyrillinn áður en hann rétti Heimi hljóðnemann.

Heimir svaraði þá stutt og ákveðið:„Hver er spurningin?,“ sagði Heimir, greinilega ekki hrifinn af því hvernig spurningin var sett fram.

Þjálfarinn viðurkenndi þó að frammistaða liðsins hefði verið óásættanleg og að staðan í riðlinum væri erfið:

„Núna þarf allt að vera fullkomið og það er erfitt að vera bjartsýnn,“ sagði Heimir við RTÉ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane ræðir brottreksturinn hjá sínu gamla félagi

Roy Keane ræðir brottreksturinn hjá sínu gamla félagi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fallegt augnablik Andra og Daníels Guðjohnsen í viðtölum eftir leik – „Hann var svo flottur, ég er svo stoltur af honum“

Fallegt augnablik Andra og Daníels Guðjohnsen í viðtölum eftir leik – „Hann var svo flottur, ég er svo stoltur af honum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Virgil van Dijk heiðraður í Hollandi – Stúka nefnd í höfuðið á honum

Virgil van Dijk heiðraður í Hollandi – Stúka nefnd í höfuðið á honum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – Dómaraskandall rændi Íslendinga

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – Dómaraskandall rændi Íslendinga