fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Eiginmaður svikarans safnar pening fyrir nýtt fyrirtæki og fólk á varla orð yfir kaldhæðninni

Pressan
Mánudaginn 12. maí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svikarinn og fyrrum athafnakonan Elizabeth Holmes afplánar nú refsingu sína í fangelsi. Þar endaði hún eftir óforskömmuð svik í tengslum við blóðprufufyrirtækið Theranos þar sem hún blekkti fjárfesta með því að sannfæra þá um að hún byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gæti greint ýmsa alvarlega sjúkdóma og kvilla út frá aðeins einum blóðdropa.

Á daginn kom að fyrirtækið var byggt á sandi. Blóðsýnagreiningarnar voru ónákvæmar og ekkert af loforðum Holmes stóðst skoðun. Holmes var eins uppvís að því að hafa logið að fjárfestum, svo sem með því að halda því fram að hún hefði gert samninga við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og bandaríska herinn.

Árið 2022 var hún dæmd í ellefu ára fangelsi, en rannsókn lögreglu hófst árið 2018. Þarna vissi Holmes í fjögur ár að hún gæti endað í fangelsi en ákvað engu að síður að ganga í hjónaband og eignast tvö börn, en seinna barnið fæddi hún rétt áður en hún hóf afplánun. Eiginmaður hennar heitir Billy Evans og hann hefur nú vakið athygli fyrir fyrirtæki sem hann hefur stofnað.

Fyrirtækið nefnist Haemanthus og hefur boðið byltingarkennda tækni sem greinir kvilla út frá líkamsvessum á borð við blóð. Myndir hafa nú farið í dreifingu á greiningartólinu sem Haemanthus er að búa til en það er sagt sláandi líkt vélunum sem Holmes var með á sínum tíma. Haemanthus einskorðar sig þó ekki við blóð heldur ætlar að nýta tækni sína til að greina líka svita, þvag og munnvatn. Til að byrja með verða prófanir gerðar á dýrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi