fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Pressan
Laugardaginn 8. mars 2025 20:30

Margir komast ekki í gang á morgnana nema þeir fái kaffi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir suma að fá sér kaffibolla á morgnana. Öðruvísi komast þeir ekki í gang. En eftir því sem læknirinn Masarat Jilani segir, þá getur þessi morgunrútína haft óæskileg áhrif, sérstaklega ef kaffið er drukkið á fastandi maga.

Jilani segir að þegar kaffi er drukkið á fastandi maga, þá geti það valdið pirringi í honum og aukið framleiðslu á magasýrum. Það getur í versta falli valdið súru bakflæði og brjóstsviða.

Jilani bendir einnig á að maginn geti orðið viðkvæmari með aldrinum og að þrátt fyrir að maður taki kannski ekki eftir neinum einkennum, þá geti langvarandi kaffidrykkja á fastandi maga valdið vandamálum síðar.

Til að koma í veg fyrir þetta segir Jilani að rétt sé að bíða með að fá sér kaffi í að minnsta kosti klukkutíma eftir að maður vaknar. Þessi klukkutími gefi kortisólmagninu í líkamanum tíma til að aukast en það hjálpar þér við að vakna á náttúrulegan hátt. Hún ráðleggur fólki líka að borða eitthvað áður en byrjað er á kaffinu, það verndi magaslímhimnuna.

Hún segir að fólk eigi einnig að íhuga hvort það geti ekki látið vera að drekka fyrsta kaffibollann fyrr en einni og hálfri klukkustund eftir að það vaknar því það tryggi jafnara orkustig yfir daginn í staðinn fyrir orkuhrunið sem geti fylgt snemmbúnu koffínskoti.

Kaffi getur verið áskorun fyrir þá sem eru með viðkvæma þvagblöðru. Koffín er vatnslosandi og hefur því tíðari salernisferðir í för með sér. Jilani ráðleggur þeim, sem glíma við þetta, að prófa koffínlaust kaffi eða kaffi með litlu koffíni.

Hún ráðleggur fólki líka að forðast kaffidrykkju eftir miðjan dag til að koma í veg fyrir svefnvandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi