fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Pressan
Sunnudaginn 26. október 2025 15:30

Chris með eiginkonu sinni og syni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Kempczinski, forstjóri og stjórnarformaður skyndibitarisans McDonald‘s, hefur opnað sig um það hversu oft hann borðar á stöðum fyrirtækisins.

Chris hefur staðið í brúnni á skrifstofum McDonald‘s frá árinu 2021 og þegið ágætislaun fyrir það, eða um 20 milljónir dollara á ári. Þó hann hafi vel efni á að borða hvar sem er segist hann borða á McDonald‘s býsna oft.

„Það er ansi oft. Ég borða þar þrjá til fjóra daga í viku,” segir hann og bætir við að stundum borði hann morgunmatinn sinn þar og stundum hádegismatinn.

„Það er einn af kostunum við starfið – ég fæ að borða McDonald’s reglulega,“ segir Chris í myndbandi sem hann birti á Instagram.

Chris nefndi þó ekki hver uppáhaldsmáltíðin hans er eða hvað hann pantar venjulega. En þar sem aðalskrifstofa keðjunnar er býður upp á alþjóðlegan matseðil hefur hann úr miklu að boða.

Myndbandið á Instagram fór eins og eldur í sinu á netinu og sitt sýnist hverjum. Leikkonan Mindy Kaling úr The Office skrifaði einfaldlega: „Öfunda þig.“ Fleiri tóku í svipaðan streng. Aðrir áttu þó erfitt með að trúa forstjóranum.

„Hann er að borða á fimm stjörnu stöðum – látið hann ekki blekkja ykkur, haha.“ Annar sagði: „Ekki séns, við vitum öll hversu óhollur maturinn er, félagi. Ég segi að svarið sé: aldrei.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Chris Kempczinski (@chrisk_mcd)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða