
Chris hefur staðið í brúnni á skrifstofum McDonald‘s frá árinu 2021 og þegið ágætislaun fyrir það, eða um 20 milljónir dollara á ári. Þó hann hafi vel efni á að borða hvar sem er segist hann borða á McDonald‘s býsna oft.
„Það er ansi oft. Ég borða þar þrjá til fjóra daga í viku,” segir hann og bætir við að stundum borði hann morgunmatinn sinn þar og stundum hádegismatinn.
„Það er einn af kostunum við starfið – ég fæ að borða McDonald’s reglulega,“ segir Chris í myndbandi sem hann birti á Instagram.
Chris nefndi þó ekki hver uppáhaldsmáltíðin hans er eða hvað hann pantar venjulega. En þar sem aðalskrifstofa keðjunnar er býður upp á alþjóðlegan matseðil hefur hann úr miklu að boða.
Myndbandið á Instagram fór eins og eldur í sinu á netinu og sitt sýnist hverjum. Leikkonan Mindy Kaling úr The Office skrifaði einfaldlega: „Öfunda þig.“ Fleiri tóku í svipaðan streng. Aðrir áttu þó erfitt með að trúa forstjóranum.
„Hann er að borða á fimm stjörnu stöðum – látið hann ekki blekkja ykkur, haha.“ Annar sagði: „Ekki séns, við vitum öll hversu óhollur maturinn er, félagi. Ég segi að svarið sé: aldrei.“
View this post on Instagram