fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Pressan
Föstudaginn 17. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í morðmáli sem skók Frakkland fyrir þremur árum hófust í morgun. Dahbia Benkired, 27 ára kona af alsírskum uppruna, hefur verið ákærð fyrir að myrða hina tólf ára gömlu Lolu Daviet í 19. hverfi Parísar þann 14. október 2022.

Málið vakti mikinn óhug á sínum tíma og varð að pólitísku þrætuepli í ljósi þess að Dahbia var ólöglegur innflytjandi í Frakklandi þegar morðið var framið.

Pyntuð, nauðgað og kyrkt

Lola skilaði sér ekki heim úr skólanum þennan örlagaríka föstudag og höfðu foreldrar hennar samband við lögreglu síðar þennan sama dag.

Klukkan 23 á föstudaginn fengu þau verstu hugsanlegu fréttirnar. Lola hafði fundist látin.

Sjá einnig: Morð skekur franskt samfélag – 12 ára stúlka myrt í París – Dularfullar tölur á líkama hennar

Í fréttum á sínum tíma kom fram að heimilislaus maður hefði fundið lík hennar í ferðatösku í garðinum við fjölbýlishúsið sem Lola bjó í ásamt foreldrum sínum.

Ummerki gáfu til kynna að Lola hafi verið pyntuð, nauðgað og síðan kyrkt.

Sást á eftirlitsmyndavélum

Dahbia var handtekin daginn eftir morðið, eftir að nágrannar tilkynntu að þeir hefðu séð hana burðast með ferðatösku fyrir utan húsið á föstudagskvöldinu. Þá sást Dahbia á eftirlitsmyndavél eiga í samskiptum við stúlkuna fyrir utan húsið. Því næst sást Dahbia leiða Lolu inn í íbúð systur sinnar sem var búsett í sama húsi.

Dahbia hefur játað að hafa orðið stúlkunni og segist hún hafa verið reið út í móður Lolu sem vildi ekki láta hana hafa aðgangskort að húsinu.

Við réttarhöldin hefur Benkired viðurkennt að hún hafi þvingað Lolu til að afklæðast og þvo sér. Hún sagði sjálf fyrir dómi að hún hafi látið stúlkuna framkvæma „kynferðislegt athæfi“ áður en hún myrti hana.

Dahbia er sögð hafa komið til Frakklands fyrst árið 2013 og verið með vegabréfsáritun sem námsmaður um tíma. Hún var hins vegar runnin út og átti Dahbia að vera búin að yfirgefa landið. Af því tilefni sögðu franskir stjórnarandstæðingar að Lola væri á lífi í dag ef almennilega hefði verið haldið utan um útlendingamál í landinu.

Var reið út í heiminn

Dahbia hefur afsakað gjörðir sínar með þeim orðum að hún hafi átt afar erfiða æsku þar sem hún var meðal annars beitt kynferðisofbeldi. Sagðist hún hafa verið „reið út í heiminn” þegar hún mætti Lolu þennan dag.

„Það sem ég gerði var hræðilegt. Ég sé eftir því og bið fjölskyldu hennar að fyrirgefa mér,“ sagði hún fyrir dómi.

Hún á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna málsins en búist er við því að réttarhöldin standi yfir fram á næsta föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin