fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“

Pressan
Miðvikudaginn 15. október 2025 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn íhaldssami Tucker Carlson segir að einkalíf bandarískra þingmanna sé sífellt að verða villtara og furðulegra. Carlson ræddi við þingmanninn Tim Burchett frá Tennessee í þætti sínum The Tucker Carlson Show.

„Ég, hafandi varið lífi mínu í höfuðborginni, hef tekið eftir því að einkalíf fólksins á þingi er að verða skrítnara. Hefurðu tekið eftir þessu? Án þess að nefna nokkurn með nafni samt. Ég held ég sé ekki að ímynda mér þetta. Þetta er ekki lengur bara að sænga hjá ritaranum sínum, þetta er orðið furðulegra. Hefurðu tekið eftir þessu?“

Burchett svaraði að sjálfur reyndi hann bara að halda sig inni á skrifstofu sinni.

„Jæja, bara svo það komi fram þá hafði ég ekki aldrei í lífinu heyrt um nokkurn taka þátt í kynsvalli í Washington D.C, en undanfarið hef ég heyrt mikið um slíkt. Svo það er – ég reyndar var ekki þarna og er ekki að fara þangað – en ég held þetta sé rétt.“

Burchett kannaðist ekki við kynsvöll meðal þingmanna og tók fram að ef slík eru að fara fram hafi honum að minnsta kosti ekki verið boðið.

Áður höfðu þeir Burchett og Carlson rætt um mál sem hafði komið upp í Washington, þar sem upp komst um kínverskan vændishring. Málið hafði þó vakið litla athygli. Burchett hélt því svo fram að fyrirtæki og stofnanir séu viljandi að ráða til sín maka þingmanna til að ná einhverju tangarhaldi á pólitíkinni.

„Ég meina, 12 milljónir á ári fyrir milljarða fyrirtækjasamsteypu er ekki neitt. Þetta er bara aukakostnaður við bréfaklemmur eða áíika. Ég held þeir hugsi þetta þannig í dag. Þeim er komið í opinber störf og í fyrirtæki, þeir eru úti um allt.“

„Þeir hverjir?“ spurði Carlson.

„Þeir [makar þingmanna] fá störf. Og þá eiga þeir [fyrirtækin] rassgatið á þér,“ svaraði Bruchett.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”