fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns

Pressan
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 04:25

John George

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar John George, 37 ára Norður-Íri, skilaði sér ekki í flug frá Spáni til Norður-Írlands þann 18. desember var farið að leita að honum í Alicante, Benidorm og Torrevieja. Hann hafði ætlað heim til að eyða jólunum með börnunum sínum. Fjölskylda hans heyrði síðast frá honum 14. desember þegar hann var á leið frá Alicante til Benidorm.

Spænska lögreglan rannsakar nú hvarf hans en fjölskylda hans telur að hann hafi verið skotinn til bana og lík hans falið. Systir hans, Courtney, sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hún telji að „vinur“ hans hafi myrt hann. „Við grunum helst vin hans. Hann er ekki góð manneskja, hann er hættulegur. Við höfum engar sannanir en við teljum að þetta hafi verið hann. Hann er ekki samstarfsfús við lögregluna, við vitum ekki hvar hann er og hann segist ekki vita neitt,“ sagði hún.

Lík fannst á Costa Blanca á þriðjudaginn og er talið að það sé líkið af John George. Einn hefur nú verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi