fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Fór út að kaupa lyf handa veiku barni en var étin af slöngu

Pressan
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harmleikur átti sér stað í Indónesíu í síðustu viku þegar 36 ára gömul kona var étin af kyrkislöngu. Sirati fór að heiman á þriðjudegi til að kaupa lyf halda barni sínu sem er veikt. Hún skilaði sér svo ekki heim svo ættingjar hennar fylltust áhyggjum og fóru út að leita að henni. Eiginmaður hennar, Adiansa fann inniskó konu sinnar og buxur á jörðinni um hálfum kílómetra frá heimili þeirra í þorpinu Siteba.

Lögregla greinir frá því að eiginmanninum hafi í kjölfarið orðið ljóst hvað var um konu hans þegar hann sá risastóra kyrkislöngu um 10 metrum frá veginum. Slangan var alveg einstaklega mikil um sig. Adiansa kallaði til liðsauka, náði slöngunni og risti hana á kvið. Þar fann hann líkamsleifar konu sinnar.

Fyrir um mánuði síðan fannst önnur kona látin í maga kyrkislöngu í Indónesíu. Árásir sem þessar þykja sjaldgæfar og því fáheyrt að tvö andlát eigi sér stað í Indónesíu með svona stuttu millibili. Um er að ræða slöngur af gerðinni malayopython reticulatus sem eru þær lengstu í heimi og ekki óþekkt að þær séu á bilinu 6-10 metrar á lengd. Þessar slöngur hafa á sér orð fyrir að vera árásargjarnar.

Kyrkislöngur af þessari gerð sitja fyrir bráð sinni. Þær ráðast svo á bráðina og vefja sér utan um hana og kæfa áður en þær gleypa hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi