fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Hefur leitað að morðingja sonar síns í 24 ár – Þá barst skyndilega tölvupóstur sem umturnaði lífi hans að nýju

Pressan
Laugardaginn 20. júlí 2024 17:30

Tony Corley hefur leitað að morðingja sonar síns í 24 ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí árið 2000 hvarf hinn 23 ára gamli Mark Corley af yfirborði jarðar. Rúmlega fimm mánuðum síðar, þann 13. desember 2000, fannst lík hans nærri bóndabæ einum, fjarri alfaraleiðar, og þá kom í ljós að hann hefði verið skotinn til bana. Um var að ræða hrottalegt morð sem lögreglan lýsti í raun sem aftöku.

Þrátt fyrir að fimm einstaklingar hafi verið handteknir og þeir ákærðir fyrir moðið þá sluppu þeir út af ótrúlegu klúðri lögreglunnar. Lögreglumenn hleruðu hina grunuðu sakborninga án þess að hafa fengið nauðsynleg heimild til þess. Það gerði það að verkum að dómari ákvað að vísa málinu frá.

Faðir Marks, hinn sjötugi Tony Corley, hefur í nær aldarfjórðung velt sér upp úr málinu og reynt að ná fram réttlæti fyrir son sinn. Hann hefur maður annars boðið upp á verðlaun. rúmlega 3 milljónir króna, fyrir hvern þann sem gæti gefið upplýsingar sem myndu leiða til sakfellingar morðingjanna.

Hinn 23 ára Mark Corley var myrtur með hrottalegum hætti.

Hann var nánast búinn búinn að gefa upp alla von en á dögunum, 24 árum eftir ódæðið, barst Tony skyndilega tölvupóstur sem umturnaði lífi hans að nýju. Um var að ræða nafnlausan póst þar sem einstaklingur kvaðst vita hver bæri ábyrgð á morði Marks og hefði mögulega sönnunargögn sem leitt gætu til sakfellingar. Viðkomandi sagðist þó enn vera tvístígandi með að koma fram með upplýsingarnar og yrði í sambandi síðar.

Eins og gefur að skilja varð Tony afar æstur út af þessari vendingu í málinu. Hann fór með upplýsingarnar þegar í stað til lögreglu og þar tókst að rekja tölvupóstinn til ákveðins einstaklings. Þegar lögreglan hafði upp á þeim aðila kom í ljós að miklar líkur væru á því að hann hefði sannarlega upplýsingar um málið en viðkomandi væri logandi hræddur við gerendurna og þyrði ekki, að svo stöddu, að gefa upplýsingarnar. Ekki var hægt að neyða þennan einstakling til þess að gefa upp nafn morðingjans og Tony er því enn enn á ný kominn í öngstræti.

„Ég hef eytt 25 árum ævi minnar í þetta mál, en að minnsta kosti get ég sagt að ég hafi reynt allt mitt til þess að ná fram réttlæti fyrir Mark. Ég verð aldrei samur maður eftur þetta en maður þarf bara að bíta á jaxlinn og taka einn dag í einu. En mál hefur gert það að verkum að ég er mjög bitur maður enda upplifði ég algjöra örvilnun. Ég hef fælt frá mér félaga og ástvini útaf skapsveiflunum – þetta hefur haft mikil áhrif á líf mitt, “ segir Tony.

Hann hefur skrifað bók um málið sem ber yfirskriftina „Fleiri spurningar en svör (e. More questions and answers) og er óþreytandi að halda lögreglunni við efnið. Hann hefur ekki gefið upp vonina um að mennirnir sem bera ábyrgð á ódæðinu verði sakfelldir og nú þarf hann að vona að mögulegt vitni finni kjark til að stíga fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi