Bifreið af gerðinni Subaru Forester var ekið á miklum hraða aftan á Geppart og annan hjólreiðamann, hina 65 ára gömlu Deborah Eads, með þeim afleiðingum að bæði féllu í götuna og slösuðust.
New York Post fjallar um málið og birtir myndband af atvikinu, en í Subaru-bifreiðinni var hinn 31 árs gamli Benjamin Hylander sem hafði drukkið töluvert magn af áfengi áður en hann settist undir stýri.
„Skyndilega fann ég eitthvað skella aftan á mér. Ég féll svo til hægri og það er um það bil það síðasta sem ég man,“ segir Geppart sem rotaðist í slysinu. Hann var færður undir læknishendur og kom þá í ljós að hann hafði fengið heilahristing og skrámur hér og þar. Hann slapp þó við beinbrot, sem betur fer.
Geppart og Deborah voru í hópi nokkurra hjólreiðamanna þegar slysið varð en Benjamin stöðvaði bifreið sína á bensínstöð skammt frá vettvangi þar sem hann var handtekinn.
Í bifreið hans fundust nokkrar tómar bjórdósir og viðurkenndi hann að hafa drukkið áfengi um klukkustund áður en hann settist undir stýri. Hann gæti átt þungan dóm yfir höfði sér og er í haldi lögreglu uns málið fer fyrir dóm.