fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“

Pressan
Þriðjudaginn 7. maí 2024 07:30

Hvaða tilgangi þjónar hún? Mynd:California High Speed Rail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið á teikniborðinu að koma upp háhraðalestartengingu á milli Los Angeles og San Francisco í Kaliforníu. Reiknað er með að verkið kosti 100 milljarða dollara.

Fjárveiting til verksins var samþykkt af ríkisþingi Kaliforníu 2008 en lítið hefur gerst fram að þessu nema hvað unnið hefur verið við gerð umhverfismats fyrsta áfanga verkefnisins og nokkrum öðrum hlutum þess.

Nýlega tilkynntu yfirvöld að þau hefðu lokið byggingu tæplega 500 metra langrar brúar í Madera County. Hún er tæplega 500 metra löng og kostaði 1 milljarð dollara.

Myndir af brúnni sýna að hún virðist tengja „ekkert“ við eitthvað sem yfirvöld segja vera vísbendingu um framhald verkefnisins.

Brúin nær yfir veg og er nærri nokkrum húsum og liggur samhliða lestarteinum en ekki er að sjá að hún gegni nokkru hlutverki.

Mikið grín hefur verið gert að brúnni á samfélagsmiðlum að sögn Sky News.

Frá því að lokið var smíði brúarinnar fyrir sex árum hefur verið unnið við nokkur önnur verkefni og þeim lokið og nú þegar er búið að ljúka við gerð eða framkvæmdir standa yfir á 160 kílómetra kafla af leiðinni á milli stórborganna.

Stefnt er að því að ferðir á milli borganna hefjist snemma á næsta áratug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð