fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Petit fjölskyldumorðin – Húsbrot, þrefalt morð og faðirinn sem lifði af

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

22.júlí 2007 var að því er virtist venjulegur sunnudagur hjá Petit fjölskyldunni sem búsett var í Cheshire í Connecticut í Bandaríkjunum. Eftir kirkju héldu Jennifer Hawke-Petit og tvær dætur hennar, Hayley Petit, 17 ára, og Michaela Petit, 11 ára, á ströndina á meðan faðirinn Dr. William Petit Jr. fór í golf.

Enginn hefði getað ímyndað sér þann hrylling sem átti sér stað skömmu síðar. Á meðan fjölskyldan svaf snemma morguns 23. júlí, brutust tveir menn, Steven Hayes og Joshua Komisarjevsky, inn á heimili fjölskyldunnar. Það sem átti að vera einfalt innbrot breyttist í hrottalegt ofbeldi. Mennirnir héldu fjölskyldunni í gíslinu klukkustundum saman, beittu konurnar þrjár kynferðisofbeldi og myrtu þær, en faðirinn slapp lifandi.

Heimili fjölskyldunnar

Fyrir kvöldmat á sunnudagskvöldið fóru Michaela og Jennifer út í búð til að kaupa hráefni fyrir kvöldmatinn. Komisarjevsky var einnig í versluninni um kvöldið, valdi þær sem skotmark og fylgdi þeim heim. Um þrjúleytið um nóttuina brutust Komisarjevsky og Hayes inn á heimilið, börðu William með hafnaboltakylfu og bundu síðan Jennifer, Hayley og Michaela. Þeir lokuðu William inni í kjallaranum og réðust síðan á Jennifer og Hayley kynferðislega.

Joshua Komisarjevsky og Steven Hayes

„Það sem þau öll gengu í gegnum, sérstaklega litla Michaela, það braut mig algjörlega upp,“ sagði einn af nágrönnum Petits, sem bjó hinum megin við götuna, við PEOPLE árið 2007. „Reiðin og sorgin og alger hneykslan yfir því sem kom fyrir þá fjölskyldu er ólýsanleg.“

Rúmum sex tímum síðar óku mennirnir Jennifer í banka og neyddu hana til að taka út stóra peningaupphæð. Þar reyndi hún á lúmskan hátt að fá hjálp frá gjaldkerunum. Samkvæmt fréttum um málið á sínum var lögreglan kölluð til en þegar hún kom á heimili Petit fjölskyldunnar var það of seint.

Eftir komu á heimilið eftir bankaferðina nauðgaði Hayes Jennifer og kyrkti hana. Komisarjevsky nauðgaði Michaela. Bundu mennirnir systur næst við rúm þeirra. Þessu næst hellti Komisarjevsky bensíni yfir rúm systranna og víða um húsið og kveikti í. Systurnar dóu af völdum reykeitrunar. William, sem hafði verið meðvitundarlaus í kjallaranum megnið af tímanum á meðan árásin stóð yfir, slapp enn bundinn á fótum, og náði að skríða til nágranna og láta vita af sér. Nágranninn bar í fyrstu ekki kennsl á William, svo mikil voru sár hans.

Komisarjevsky og Hayes flúðu vettvang á bíl fjölskyldunnar, en lögreglan sem sett hafði lokunarpóst um hverfið varð þeirra vör og handtók þá eftir að þeir höfðu keyrt utan í lögreglubíl. 

Mennirnir játuðu báðir sök sína en bentu hvor á annan sem þá sem stjórnað hefði ferðinni. Komisarjevsky kenndi einnig William um morðin og í dagbók hans sem lögð var fram sem sönnunargagn kallaði hann William aumingja og sagði að hann hefði getað bjargað fjölskyldu sinni ef hann hefði viljað.

Faðirinn Dr. William Petit Jr.

Í réttarhöldunum bar William vitni um kvöldið skelfilega. Komisarjevsky var sakfelldur fyrir 17 ákærur, að því er CNN greindi frá árið 2011. Ákærurnar voru meðal annars morð, mannrán, innbrot, íkveikja og líkamsárásir. Hayes var sakfelldur fyrir sömu sakir að undanskilinni íkveikju sem hann var sýknaður af.

William stofnaði Petit Family Foundation til minningar um eiginkonu sína og dætur. Við minningarhátíð fjölskyldunnar bað William þá sem voru samankomnir að „hjálpa náunganum, berjast fyrir málstað og elska fjölskyldu þína“ sem leið til að heiðra minningu fjölskyldu sinnar og gera heiminn að betri stað til að búa á.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?