fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Fjölskylduharmleikur – Keyrði börnin í opinn dauðann – Höfðu ítrekað kallað eftir hjálp nágranna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2024 22:00

Hartfjölskyldan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Jennifer og Sarah Hart, ásamt sex börnum þeirra: Markis, 19 ára, Hannah, 16 ára, Devonte, 15 ára, Abigail, 14 ára, Jeremiah, 14 ára og Sierra, 12 ára, létust 26. mars 2018, eftir að Jennifer ók bifreið þeirra fram af kletti í Mendocino í Kaliforníu. Jennifer sat undir stýri og Sarah í farþegasætinu frammi í.

Sarah og Jennifer drógu fram mynd af hinu fullkomna fjölskyldulífi á samfélagsmiðlum, en sannleikurinn um líf þeirra og hvernig því lauk var allt annar og óhugnanlegri.

Í fyrstu var talið að að um hörmulegt slys hefði verið að ræða, en síðar kom í ljós að mannskætt slysið virtist framið af ásetningi og vera glæpur, sem hneykslaði ekki aðeins þá sem þekktu fjölskylduna heldur heiminn allan, en harmleikurinn var forsíðuefni á sínum tíma.

Úrskurðað var að dauði Söruh og Jennifer væri sjálfsvíg, og að börnin þeirra sex hefðu verið myrt af mæðrum sínum.

Sex árum eftir harmleikinn er saga fjölskyldunnar rifjuð upp, þar á meðal ásakanir um misnotkun sem fylgdu Jennifer og Söruh í mörg ár fyrir dauða þeirra.

Ákæra fyrir heimilisofbeldi eftir að mar fannst á Abigail

Áður en Harts fjölskyldan flutti til Oregon bjó fjölskyldan í Minnesota. Árið 2008 sá kennari marbletti á handlegg Hannah dóttur þeirra, sem þá var sex ára. Hannah sagði kennaranum sínum að marblettirnir væru eftir að hún var slegin með belti. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sögðust Sarah og Jennifer ekki vita hvernig Hannah fékk marblettina, en sögðu að þeir gætu stafað af því að Hannah datt niður stiga nokkrum dögum áður. Engin ákæra var lögð fram á hendur mæðrunum. Þær tóku hins vegar öll börnin úr skólanum og kenndu þeim heima fyrir. Börnin voru skráð aftur í skólann næsta haust.

Þremur árum síðar, árið 2011, var Sarah ákærð eftir að hún játaði að hafa slegið dóttur sína Abigail, sem þá var sex ára. Samkvæmt réttarskýrslum sagði Abigail einum af kennurum sínum að hún væri með sár á baki og maga og að þau væru eftir að mamma hennar hefði slegið hana. Hún sagði þó ekki hvor móðirin það hefði verið.

Kennarinn tilkynnti málið og Sarah sagði lögreglu við yfirheyrslu að hún og Jennifer notuðu venjulega ekki flengingar sem agaviðurlög á heimili sínu. Hins vegar hefðu þær nýlega gripið til flenginga til að bregðast við hegðun Abigail.

Sarah var ákærð fyrir heimilisofbeldi og ofbeldisfulla refsingu og dæmd í 90 daga fangelsi, samfélagsþjónustu og til eins árs skilorðsbundinnar refsingar án eftirlits. Nokkrum dögum áður en dómur féll höfðu mæðurnar aftur tekið börnin úr skólanum og að þessu sinni til frambúðar.

Jennifer og Sarah

Vinur hringdi í barnavernd eftir heimsókn frá fjölskyldunni

Ári seinna flutti Harts-fjölskyldan til Oregon og tilkynntu ekki skólahverfinu að börnin væru í heimakennslu. Tveir einstaklingar tilkynntu mæðurnar til yfirvalda árið 2013, þar sem annar þeirra hélt því fram að börnin virtust „hrædd við Jen“ og borðuðu vel þegar hún væri ekki heima, en neituðu að borða þegar hún væri á staðnum. Sagði viðkomandi að Jennifer hafi refsað börnunum harðlega og að börnin hafi hagað sér eins og „þjálfuð vélmenni“.

Önnur fyrrverandi vinkona Hartshjónanna hringdi í barnavernd eftir að fjölskyldan dvaldi á heimili hennar, sagði vinkonan að Jennifer hafi ávarpað börnin eins og þau væru í herþjálfun og hefði reiðst ef þau hlógu of hátt. Í skýrslu barnaverndar sagði að öll börnin væru lítil miðað við vaxtartöflur fyrir viðkomandi aldur, en ekki væri um neinar sjúkraskrár að ræða fyrir börnin til að styðjast við. Lauk barnavernd málinu með þeirri niðurstöðu að „það eru nokkrar vísbendingar um barnaníð eða vanrækslu,“ en ekki nægar sannanir. 

Eftir andlát fjölskyldunnar var rannsókn barnaverndar opinberuð og sagði velferðarþjónusta Oregon í yfirlýsingu í apríl 2018 að málið hafi verið opinberað til að koma í veg fyrir að svipað atvik endurtæki sig í Oregon eða einhverju öðru ríki.

Mæðurnar grunaðar um misþyrmingar eftir að tvö barnanna leituðu hjálpar

Í maí 2017 flutti fjölskyldan til Washington. Nokkrum mánuðum eftir flutninginn greindu nágrannahjónin Dana og Bruce DeKalb, frá því að tvö barnanna hafi beðið þau um hjálp. Hannah flúði heim til hjónanna kl. 1.30 að nóttu til og bað þau að fela sig, mæður hennar væru ofbeldisfullar, með kynþáttahatur og hefðu lamið hana með belti.

Stuttu síðar bönkuðu Sarah og Jennifer upp á með nokkur hinna barnanna með sér, og fóru inn í húsið án leyfis DeKalb hjónanna til að tala við og sækja Hannah. Morguninn eftir létu mæðurnar Hannah biðja hjónin afsökunar, þar sem hún skrifaði orðsendingu til þeirra að henni þætti leitt að hafa truflað þau og logið að þeim.

Dana sagði að Jennifer hefði verið svo sannfærandi að hún hefði hætt við að hringja í barnaverndaryfirvöld, en tveimur mánuðum síðar sagði hún föður sínum frá atvikinu og hann hringdi til barnaverndar og tilkynnti atvikið. Dana sagði barnaverndaryfirvöldum að hún hefði aldrei séð krakkana úti. Hún rifjar upp að henni var svarað með: „Það er ekki ólöglegt að halda krökkum inni.“

Lögreglustjórinn í Clark-sýslu sagði síðar, að hendur þeirra hefðu verið bundnar í málinu vegna tímalengdar á milli þess að Hannah bað um hjálp og atvikið var tilkynnt, og að á tímabilinu sem leið á milli hefðu DeKalbs hjónin ekki orðið vitni að neinu öðru.

DeKalbs hjónin tóku eftir því að Hannah, sem Sarah og Jennifer sögðu þeim að væri 12 ára, var lítil miðað við aldur og vantaði framtennurnar í hana. Sarah og Jennifer sögðu að Hannah hefði misst þær í slagsmálum og vildi ekki fara til tannlæknis og fá nýjar. Eftir andlát fjölskyldunnar komust hjónin að því að Hannah var í raun 16 ára.

Dana greindi einnig frá því að bróðir Hönnuh, Devonte, hefði beðið þau hjónin að fela mat nálægt girðingunni sem aðskildi lóðir heimilanna svo mæður hans myndu ekki sjá til. Dana sagði að Devonte hefði sagt henni að mæður hans héldu mat frá börnunum í marga daga og að allt sem Hannah hefði sagt DeKalbs hjónunum um misnotkunina sem börnin væru beitt væri satt. Dana skrifaði hjá sér athugasemdir um mál tengd Hartfjölskyldunni í síma sinn, þar á meðal að höfuð Devonte virtist óhóflega stórt fyrir lítinn og grannan líkama hans. Devonte grátbað Dönu um að hringja ekki í yfirvöld af ótta við að hann og systkini hans yrðu aðskilin. Hún hringdi þó að lokum 23. mars 2018, eftir tíundu heimsókn Devonte á heimili hennar.

Fulltrúi frá barnavernd mætti að heimili Hartfjölskyldunnar og fylgdist með Jennifer aka að heimilinu og ganga inn, enginn kom þó til dyra þegar fulltrúinn bankaði upp á. Tvær tilraunir voru gerðar til viðbótar, 26. og 27. mars 2018, en enginn kom til dyra.

Fjölskyldan hafði verið á ferðinni í um 54 klukkustundir áður en Jennifer keyrði bílnum út af. „Þegar Harts yfirgáfu heimili sitt, held ég að þau hafi ekki vitað hvað þau ætluðu að gera á þeim tímapunkti,“ sagði Jake Slates, rannsóknarmaður, en hann taldi að fjölskyldan vissi að barnavernd var á eftir þeim.

Lögreglan á vettvangi 

Jennifer ók undir áhrifum nóttina sem slysið varð

Niðurstöður krufningar sýndu fram á að Jennifer var drukkin þegar hún ók fjölskyldubílnum yfir bjargbrúnina og að líklega hafi öðrum fjölskyldumeðlimum verið byrlað.

Á blaðamannafundi kom fram að áfengismagn í blóði Jennifer hefði verið upp á 0,102. Lögleg mörk eru .08. Sarah og að minnsta kosti tveimur barnanna hafði verið byrlað mikið magn af dífenhýdramíni, efni sem finnast í Benadryl. Við rannsóknina kom fram að mæðurnar keyptu Benadryl í Walmart skömmu eftir að fjölskyldan yfirgaf heimilið.

Í frétt CNN var greint frá því að Jennifer drakk sjaldan, en hún hefði drukkið um fimm bjóra fyrir atvikið hræðilega, og telja rannsóknarmenn að hún hafi drukkið þetta magn til að halda sig við ákvörðun sína um að myrða fjölskylduna og taka eigið líf um leið.

Sarah virtist vita hvað væri í gangi. Mun hún hafa leitað á Google að dauða vegna drukknunar, ofskömmtun af lausasölulyfjum, hversu mikið Benadryl þyrfti til að drepa konu af hennar stærð og hversu langan tíma það myndi taka að „deyja úr ofkælingu við drukknun í bíl.“ Eftir hverja leit hreinsaði Sarah leitarsöguna í síma sínum.

Frá vettvangi

Harmleikurinn vakti misjöfn viðbrögð

Zippy Lomax, vinur Hart fjölskyldunnar, trúði því ekki að Jennifer og Sarah myndu myrða börn sín af ásetningi.

„Er ég að segja að þær hafi verið fullkomnar? Er ég að segja að líf þeirra hafi verið án vandamála? Nei svo alls ekki! Þær voru mannlegar,“ sagði hún í viðtali við People í apríl 2018. „Ég er viss um að þær þurftu á hjálp að halda eins og svo mörg okkar og ég held að það hafi verið harmleikurinn og ég trúi því ekki í eina sekúndu að þetta hafi verið viljandi. ”

Aðrir vinir sögðust jafnframt vera niðurbrotnir vegna slyssins. „Kannski þekktum við þær alls ekki,“ sagði önnur vinkona. Lomax sagði að hún og aðrir fjölskylduvinir ættu í erfiðleikum með að vinna úr því sem hafði gerst vegna þess að líf Söruh og Jennifer virtist heillandi og gleðilegt fyrir þá sem þekktu fjölskylduna.

Frekari upplýsingar ári eftir harmleikinn

Jennifer var eina manneskjan í bílnum með öryggisbelti, eins og rannsókn leiddi í ljós ári eftir slysið. Andlit hennar og Sarah afmynduðust í árekstrinum og var sú síðarnefnda auðkennd á ökuskírteini hennar sem fannst nálægt vettvangi.

Réttarmeinafræðingur hélt því fram að fjölskyldan hefði líklega látist af völdum mænuáverka nánast strax eftir að bíllinn brotlenti. Lík Sierra var í svo slæmu ásigkomulagi að réttarmeinafræðingur gat ekki ákvarðað dánarorsök hennar. Líkamsleifar Devonte fundust aldrei en hann var úrskurðaður löglega látinn eftir slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu