fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

„Stór áfangi“ í meðferð við brjóstakrabbameini – „Tvöfaldar tímann“

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 10:00

Frá krabbameinsdeild Landspítalans. Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blanda þriggja nýrra lyfja gæti „gjörbylt“ meðferð við brjóstakrabbameini að sögn vísindamanna. Segja þeir að með notkun þessara þriggja lyfja sé hugsanlega hægt að tvöfalda þann tíma sem sjúklingar lifa án þess að sjúkdómurinn versni.

The Independent skýrir frá þessu og segir að vísindamenn segi þetta vera stóran áfanga og geti hugsanlega gjörbylt meðferð þeirra sem eru með algenga tegund brjóstakrabbameins.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu The New England Journal of Medicine“ kemur fram að 161 sjúklingur hafi fengið meðferð með þessum þremur lyfjum. Tvö þeirra hindra krabbamein í að vaxa og nefnast palbociclib. Þriðja lyfið heitir inavolisib. Með lyfjunum er ráðist á prótínið PI3K og útbreiðsla þess og vöxtur stöðvaður.

Í heildina tóku 325 manns frá 28 löndum þátt í rannsókninni. Rúmlega helmingur þeirra var með krabbamein sem hafði breiðst út til þriggja eða fleiri líffæra og rúmlega 80% höfðu áður farið í gegnum lyfjameðferð.

161 sjúklingur fékk lyfið og hormónameðferðina fulvestrant en 164 fengu lyfleysu og palbociclib og fulvestrant.

Niðurstaðan var að meðferðin með lyfjunum þremur tafði útbreiðslu krabbameinsins um 15 mánuði að meðaltali en hjá þeim sem fengu lyfleysuna tafðist útbreiðslan um 7,3 mánuði að meðaltali.

Eftir 18 mánuði sýndu 46,2% þeirra, sem fengu lyfin þrjú, engin merki þess að krabbameinið hefði breiðst út en hjá hinum hópnum var hlutfallið 21,1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi