Dimorphos er um 177 metrar á breidd og er á braut um annan loftstein, Didymos. Í umfjöllun New Scientist kemur fram að svo virðist sem Dimorphos virðist enn vera að hægja á sér eftir áreksturinn en það gengur þvert á spá NASA.
Menntaskólakennarinn Jonathan Swift og nemendur hans í menntaskóla einum í Kaliforníu fylgdust með Dimorphos í gegnum 0.7 metra stjörnusjónauka skólans síðasta haust og tóku eftir þessum óvæntu breytingum.
Nokkrum vikum eftir árekstur Dimorphos og geimfarsins sagði NASA að hægt hefði á snúningi Dimorphos um Didymos um 33 mínútur. En þegar Swift og nemendur hans fylgdust með loftsteininum mánuði eftir áreksturinn sáu þeir að snúningshraðinn var hægari en NASA hafði skýrt frá og hafði loftsteinninn þá hægt á sér um 34 mínútur.
Swift kynnti uppgötvun nemenda sinna á ráðstefnu American Astronomical Society í júní.
NASA staðfesti eftir það að Dimorphos hefði haldið áfram að hægja á sér í allt að einn mánuð eftir áreksturinn. Útreikningar NASA hljóða hins vegar upp á að hægt hafi á snúningnum um 15 sekúndur til viðbótar þeim 33 sem fyrst var greint frá, ekki heila mínútu eins og mælingar Swift og nemenda hans benda til. Segir NASA að mánuði eftir áreksturinn hafi snúningshraðinn verið kominn í jafnvægi.