fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
Pressan

Varð að gangast undir aðgerð – Setti hlutinn í „rangt gat“

Pressan
Laugardaginn 18. mars 2023 20:00

Svona leit þetta út á mynd. Mynd:Urology Case Reports

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

29 ára ísralesk kona varð að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi eftir að hún hafði fundið til óþæginda við að kasta af sér vatni. Auk þess var hún með magaverk. Ástæðan var að hún hafði sett glertitrara í „rangt gat“ þegar hún ætlaði að fullnægja sér.

Í staðinn fyrir að fara inn í leggöngin fór titrainn inn í þvagrásina fyrir mistök. Daily Star skýrir frá þessu og segir að konan hafi síðan reynt að ná tækinu út í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Hún neyddist því til að fara á sjúkrahús að lokum.

Það voru læknar á Shaare Zedek sjúkrahúsinu í Jerúsalem sem meðhöndluðu konuna. Þeir segja að aðskotahluturinn hafi verið 10 cm að lengd og 2,5 cm á breidd.

Hann sást á röntgenmyndum og sónarmyndum sem voru teknar af konunni.

Henni voru gefin sýklalyf áður en læknar settu langt, þunnt rör inn í þvagrás hennar til að skoða hlutinn og staðsetningu hans betur. Því næst var konan deyfð á meðan verkfæri voru notuð til að ná hlutnum út úr þvagrásinni.

Þetta var fjarlægt úr þvagrásinni. Mynd:Urology Case Reports

 

 

 

 

 

 

Aðgerðin gekk vel og konan var útskrifuð af sjúkrahúsinu samdægurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn – 18 milljónir í sekt fyrir of hraðan akstur

Engin miskunn – 18 milljónir í sekt fyrir of hraðan akstur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samsæriskenningasmiðirnir „Bonnie og Clyde“ sakfelld fyrir fyrirætluð skemmdarverk og árásir

Samsæriskenningasmiðirnir „Bonnie og Clyde“ sakfelld fyrir fyrirætluð skemmdarverk og árásir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amazon þarf að greiða 600 milljónir vegna njósna starfsmanna – Upptökur úr svefnherbergjum

Amazon þarf að greiða 600 milljónir vegna njósna starfsmanna – Upptökur úr svefnherbergjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talaði við sjálfan sig og sagði sálfræðingi frá frábæru lífi sínu – Skjöl varpa ljósi á síðustu daga Jeffrey Epstein

Talaði við sjálfan sig og sagði sálfræðingi frá frábæru lífi sínu – Skjöl varpa ljósi á síðustu daga Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðguminn deildi umslögum út til gestanna – Innihaldið kom öllum í opna skjöldu

Brúðguminn deildi umslögum út til gestanna – Innihaldið kom öllum í opna skjöldu