fbpx
Sunnudagur 03.desember 2023
Pressan

Skyndilega byrjuðu karlmenn að streyma að húsinu – Ástæðan var ógeðfelld

Pressan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 04:30

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ársbyrjun 2021 byrjuðu karlmenn skyndilega að streyma að húsi einu í Kaupmannahöfn og knýja dyra. Íbúarnir í húsinu, ung kona og móðir hennar, áttu enga von á þessu og ástæðan fyrir heimsóknum karlanna var ógeðfelld.

Nú situr 26 ára kona á ákærubekk hjá undirrétti í Kaupmannahöfn ákærð fyrir að hafa búið til falska prófíla á heimasíðunum scor.dk og escortside.dk í nafni ungu konunnar. Þetta eru stefnumótaheimasíður en einnig er vændi auglýst þar. Hin ákærða hafði einmitt sett inn auglýsingar um að unga konan stundaði slíka iðju.

B.T. segir að samkvæmt ákærunni þá hafi konan notaði símanúmer ungu konunnar og heimilisfang mæðgnanna þegar hún stofnaði prófílana á heimasíðunum. Lögreglan telur einnig að hún hafi veitt upplýsingar um aðganga ungu konunnar á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat og Instagram á þessum fölsuðu prófílum. Þetta hafi hún gert til að auglýsa kynlíf til sölu.

Á escortside.dk. skrifaði hún: „Smávegis um mig. Ung, falleg og djörf úr samfélagi þar sem við viljum helst vera teknar harkalega. Ég er hrifnust af eldri mönnum, en hef áhuga á öllu. Ég er mjög hrifin af tilraunum í kynlífinu og er bara ég og er mjög gröð. Hópkynlíf er einnig svolítið  sem ég vil prófa. Ég er opin fyrir næstum öllu og næstum allar langanir mínar gera að verkum að ég er ekki svo kröfuhörð. Ef þú vilt meiri upplýsingar máttu gjarnan hringja í mig í þetta númer . . . .“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf fjórum sinnum á hverju kvöldi – Hverju kvöldi“ – „Ég fékk ekki frí í einn einasta dag í 23 ár“

„Ég stundaði kynlíf fjórum sinnum á hverju kvöldi – Hverju kvöldi“ – „Ég fékk ekki frí í einn einasta dag í 23 ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók eftir að fótur hans var orðinn blár – Ástæðan var hryllilegri en orð fá lýst

Tók eftir að fótur hans var orðinn blár – Ástæðan var hryllilegri en orð fá lýst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig sjá tímaferðalang á þessari ljósmynd frá fimmta áratugnum

Telja sig sjá tímaferðalang á þessari ljósmynd frá fimmta áratugnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir rukkar fjölskylduna fyrir jólamatinn

Móðir rukkar fjölskylduna fyrir jólamatinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum