fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Pressan

Meinti raðmorðinginn afsalar húsinu til Ásu á 0 krónur – Ása Guðbjörg tekur höndum saman við stóra streymisveitu og sökuð um svik

Pressan
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellertup hefur tekið höndum saman við stóra streymisveitu sem eru að gera heimildarmynd um meinta raðmorðingjann, Rex Heuermann, eiginmann Ásu. Þó mun styttast í að hann fái titilinn fyrrverandi eiginmaður, enda fór Ása fram á skilnað í sumar.

DailyMail greinir frá því að Rex hafi nú afsalað fasteign fjölskyldunnar til Ásu fyrir 0 kr, en hún er sem stendur tekjulaus og þarf að geta leitað eftir lánsfé. Fasteignin er metin á tæpar 78 milljónir. Afsalsgjörningurinn átti sér stað í október, en á þeim tíma höfðu Ása og Rex aðeins talað saman í gegnum síma síðan Rex var hnepptur í gæsluvarðhald. Það var fyrst fyrir viku síðan sem Ása gerði sér ferð í fangelsið þar sem Rex er haldið þar sem hjónin ræddu saman í um klukkustund, en engum sögum fer af því hvað þeim fór þar á milli.

Lögmaður í stríði

Undanfarið hefur sést til Ásu í fylgd með tökuliði en nú hefur verið greint frá því að fyrirhugaðir séu heimildaþættir á vegum stórrar streymisveitu sem munu fjalla um hin alræmdu Gilgo-strandar morð sem Rex er talinn bera ábyrgð á.

Til viðbótar við það áfall sem gjarnan fylgir því að maki sé handtekinn og ákærður fyrir raðmorð, hefur Ása þurft að verjast ágangi fjölmiðla og almennings sem virðast aldrei fá nóg. Hún er eins að berjast við krabbamein án þess að hafa nokkurs konar sjúkratryggingu til að standa straum af kostnaði sökum krabbameinsmeðferðar, en heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er einkarekið og gífurlega dýrt þeim sem ekki eru tryggðir.

Það var því ekki á það bætandi þegar lögmaðurinn John Ray ákvað skyndilega að lýsa eins konar stríði á hendur Ásu. John þessi gætir hagsmuna aðstandenda tveggja kvenna sem fundust látnar við Gilgo-ströndina í New York. Rex er sem stendur ekki grunaður um að hafa komið þar við sögu, en John hefur tjaldað öllu til að breyta þeirri stöðu. Hann hefur meðal annars haldið blaðamannafund þar sem hann greindi frá framburði tveggja vitna sem hafi gefið sig fram við hann. Um væri að ræða tvær konur sem gætu tengt hann við látnu konurnar, Shannan Gilbert og Valerie Mack. Annað vitnið héldi því jafnframt fram að Ása væri ekki eins saklaus í málinu og talið sé. Hún hafi verið meðvituð um myrkraverk eiginmanns síns og leyft því að viðgangast.

Þessu hefur lögmaður Ásu þverneitað og sakað John um aumkunarverða tilraun til að fá sínar 15 mínútur af frægð á kostnað konu sem sé að ganga í gegnum það að stoðunum hafi verið kippt undan allri hennar tilveru.

Saman í blíðu og stríðu

Töluvert hefur þó hlakkað í John síðustu vikuna eftir að fregnir bárust af heimsókn Ásu í fangelsið. Þetta sé bein sönnun um að Rex og Ása séu saman í blíðu og stríðu.

„Þetta er sönnun um sameiginlega hagsmuni þeirra, því þau hafa verið samstíga í öllu sem hefur átt sér stað og hún er ekki að fara þangað út af einhverjum ágreining, og það get ég sannað,“ sagði John í samtali við The Sun.

Með því að afsala fasteigninni til Ásu séu hjónin að stunda fjársvik til að koma eignum undan kröfuhöfum, þar með talið fjölskyldur hinnar látnu sem gætu síðar reynt að sækja skaðabætur.

„Þetta eru svik og þau vita það. Þau eru að stunda fyrirbyggjandi svik gegn kröfuhöfum Rex Heuermann. Þau skipulögðu þetta í sameiningu. Og það í kjölfar skilnaðar að borði og sæng, svo þau geti haldið því fram að þetta sé uppgjör á búi þeirra, en þetta er í raun undanskot og hún tekur virkan þátt í því. Hún er ekki þessi manneskja sem fjölmiðlar hafa málað upp mynd af, einhver sem var beitt harðræði og er brotin. Það er ekki svo. Kom þetta á óvart? Nei það kemur ekkert á óvart að hún heimsæki hann í fangelsið til að tala um guð má vita hvað annað. Hún hafði ekkert heimsótt hann, en núna gerir hún það eftir að hún fær húsið.“

Lögmaður Ásu, Robert Macedonio, segir að Ása hafi það ágætt miðað við aðstæður. Hún sé fyrst og fremst núna að einbeita sér að því að koma lífinu aftur á kjölinn og eins ætli hún að vera viðstödd réttarhöldin til að geta sjálf lagt mat á mál ákæruvaldsins gegn manni hennar. Rétt er að ítreka að Macedonio hefur áður, og enn, sagt að John Ray sé rekinn áfram af annarlegum hvötum og ekkert sé hæft í því sem hann haldi fram.

Rex er nú að mæta í dómsal þar sem þinghald mun fara fram í dag, og Ása verður þar að fylgjast með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver er að byggja miðaldakastala á manngerðri eyju?

Hver er að byggja miðaldakastala á manngerðri eyju?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkert lát á fjárhagsstuðningi við olíuiðnaðinn – 7.000 milljarðar dollara

Ekkert lát á fjárhagsstuðningi við olíuiðnaðinn – 7.000 milljarðar dollara