Lögreglunni barst fyrst tilkynning um sprenginguna klukkan 03.28 og í kjölfarið fylgdu margar fleiri.
Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að tugir tilkynninga hafi borist.
Sprengingin varð við innganginn á veitingastað við Greta Garbo torg, nærri Nytorget. Talsmaður lögreglunnar sagði að inngangurinn hefði skemmst sem og veggur og gluggar. Einnig hefðu orðið minniháttar skemmdir innandyra.
Lögreglan hefur verið við störf á vettvangi í alla nótt.
Aftonbladet hefur eftir íbúa í næstu götu að hann hafi verið sofandi en hafi vaknað við sprenginguna og að hús hans hafi nötrað.