fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 22:00

Gary Muehlberg. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst voru þær keflaðar og andlit þeirra hulin. Síðan voru þær kyrktar og þeim „pakkað saman“. Svona enduðu líf fimm kvenna fyrir 32 árum í St. Louis í Bandaríkjunum. Þær urðu fórnarlömb blóðþyrsts raðmorðingja. Lögreglunni tókst nýlega að hafa uppi á honum.

Í umfjöllun People Magazine kemur fram að það hafi verið lífsýni sem komu lögreglunni á spor morðingjans. Hann heitir Gary Muehlberg og er 73 ára. Hann myrti konurnar fimm, sem áttu allar börn, á sama hátt.

Á sínum tíma gekk hann undir viðurnefninu „The Package Killer“ því hann pakkaði konunum niður í mismunandi „kassa“. Ein var til dæmis sett í trékassa en annarri var troðið ofan í ruslatunnu.

Muehlber hefur játað að hafa myrt konurnar fimm. Þær hétu Robyn Mihan, Brenda Pruitt, Donna Reitmeyer, Sandra Little og Sandra Cain.

Allar voru þær myrtar á árunum 1990 til 1991. Talið er að þær hafi allar haft viðurværi sitt af vændi því þær héldu oft til á stöðum þar sem vændi var stundað.

„Óháð því hvernig þessar konur kusu að lifa lífi sínu, þá áttu þær ekki skilið að líf þeirra endaði á svo ömurlegan hátt. Ég er glaður yfir að geta loksins gert það rétta. Ég verð að lifa með fortíð minni, bæði góðum og slæmum stundum, en nú vil ég ekki lengur flýja frá henni,“ sagði Muehlberg þegar hann játaði morðin fyrir lögreglunni.

Hann situr nú þegar í fangelsi og afplánar ævilangan dóm fyrir morðið á Kenneth Atchinson árið 1993. Muehlberg tróð einnig líki hans í kassa sem hann kom síðan fyrir í kjallaranum hjá sér.

Hann þjáist af alvarlegum nýrnasjúkdómi og því hafa saksóknarar ákveðið að krefjast ekki dauðarefsingar yfir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

FBI varar við TikTok

FBI varar við TikTok
Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO segir að 90% heimsbyggðarinnar sé með eitthvað ónæmi gegn kórónuveirunni

WHO segir að 90% heimsbyggðarinnar sé með eitthvað ónæmi gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geymdi steininn árum saman í von um að gull væri í honum – Reyndist vera miklu verðmætari

Geymdi steininn árum saman í von um að gull væri í honum – Reyndist vera miklu verðmætari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 20.000 manns létust í hitabylgjum í Vestur-Evrópu í sumar

Rúmlega 20.000 manns létust í hitabylgjum í Vestur-Evrópu í sumar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er vatnsbrúsinn þinn bakteríusprengja?

Er vatnsbrúsinn þinn bakteríusprengja?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ævafornar veggmyndir fundust í Perú

Ævafornar veggmyndir fundust í Perú