fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Pressan

Rússneskir auðmenn hafa dáið hver á fætur öðrum – Nú er fyrrum ráðgjafi Pútíns alvarlega veikur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 06:08

Vladislav Avayev er einn hinna látnu olígarka. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því í ársbyrjun hafa fjölmargir áhrifamenn úr efstu lögum rússnesks samfélags dáið á dularfullan og/eða skelfilegan hátt. Hér er aðallega um svokallaða olígarka að ræða. Olígarka sem voru með sterk tengsl við rússneska olíu- og gasiðnaðinn.

Margir hafa furðað sig á þessum óvæntu dauðsföllum og því hefur verið velt upp hvort rússnesk yfirvöld (Pútín og hans fólk) séu að hreinsa til í efstu lögum samfélagsins. Ekki dró úr þessum vangaveltum þegar fyrrum toppráðgjafi Pútíns veiktist illilega nýlega og endaði á sjúkrahúsi.

Meðal þeirra rússnesku olígarka sem hafa látist við dularfullar kringumstæður á árinu er Sergey Protosenya. Það var þann 19. apríl sem Fedor Protosenya, sonur Sergey, hringdi í lögregluna í spænska bænum Lloret de Mar. Hann var búinn að reyna að hringja í móður sína allan daginn en hún hafði ekki svarað.

Í örvætningu sinni hringdi hann því í lögregluna.  Hún brást við tilkynningu hans og fór að húsi fjölskyldunnar í bænum. Þar mætti skelfileg sjón lögreglumönnunum. Móðir Fedor og systir voru báðar dánar. Þeim hafði verið banað með öxi. Í garðinum hékk Sergey Protosenya í snöru, hann var dáinn.

Þrátt fyrir að ekkert blóð hafi fundist á líki Sergey var það niðurstaða lögreglunnar að hann hefði drepið eiginkonu sína og dóttur með öxi og síðan hengt sig. Hann var moldríkur, var áður varaformaður stjórnar Novatek gasfyrirtækisins.

Daginn áður en þetta gerðist komu rússneskir lögreglumenn að hræðilegum vettvangi í lúxusíbúð í Moskvu. Þar voru lík Vladisval Avajev, eiginkonu og hans og dóttur.  Mæðgurnar höfðu verið skotnar til bana. Lögreglan gekk út frá því að Vladisvla hefði skotið mæðgurnar þegar hann komst að því að eiginkona hans var barnshafandi eftir annan mann. Síðan hafi hann fyrirfarið sér. Vladislav var tengdur hinum áhrifamikla Gazprombank.

En eins og áður sagði þá hafa fleiri rússneskir auðmenn og áhrifamenn látist við dularfullar kringumstæður á árinu.

Fyrsta dauðsfallið var í janúar þegar Leonid Sjulman, forstjóri fjárfestingadeildar Gazprom, sem er gasfyrirtæki í eigu ríkisins, fannst látinn inni á baðherbergi heima hjá sér í auðmannshverfi í úthverfi St. Pétursborgar. Lögreglan sagði að um sjálfsvíg hefði verið að ræða.

Daginn eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu fannst Aleksandr Tjuljakov, einn af æðstum mönnum Gazprom, látinn heima hjá sér en hann átti heima í sama hverfi og fyrrnefndur Leonid Sjulman. Hann hékk í snöru.  Lögreglan sagði að um sjálfsvíg hefði verið að ræða.

Þetta var ekki síðasta dularfulla andlát auðmanns í þessu auðmannshverfi St. Pétursborgar. Í byrjun júlí fannst Yuri Voronovolígarki sem sérhæfði sig í verkefnum á vegum Gazprom á heimskautasvæðinu, látinn í sundlauginn við heimili sitt. Hann var með skotsár á höfðinu. Við hlið laugarinnar lá skammbyssan sem hann hafði notað til að taka eigið líf. Það sagði lögreglan að minnsta kosti.

Þegar fyrrgreind dauðsföll fólks úr rússnesku elítunni eru skoðuð og fleiri til, þá er í sjálfu sér hægt að telja hvert og eitt vera tilviljun eina. En þegar þau eru skoðuð í heild þá er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hvort sumir af hinum látnu (eða jafnvel allir) hafi fengið „aðstoð“ útsendara rússneskra ráðamanna við að fara yfir móðuna miklu. Það hefur lengi verið vitað að Pútín og hans fólk hikar ekki við láta myrða fólk sem eru því þyrnir í augum.

Bill Browder, kaupsýslumaður, pólitískur aktívisti og einarður andstæðingur Pútíns, sagði í samtali við Newsweek að það eigi „að ímynda sér hið versta“ hvað varðar öll þessi dauðsföll.

Eitt nýjasta dæmið í þessa veru af mál Anatoly Tjubajs sem var áður einn helsti ráðgjafi Pútíns. Hann hætti störfum hjá Pútín og fór frá Rússlandi skömmu eftir innrásina í Úkraínu. Fyrir nokkrum dögum var hann lagður inn á sjúkrahús á eyjunni Sardiníu á Ítalíu vegna veikinda í taugakerfi. Hann var greindur með GuillainBarré heilkennið en það er sjaldgæfur sjúkdómur þar sem taugakerfið ræðst á heilbrigðar taugar. En þrátt fyrir þessa greiningu er ítalska lögreglan að rannsaka málið því óttast er að eitthvað annað sé á seyði, að hugsanlega hafi verið reynt að ráða hann af dögum með eitri en það er einmitt aðferð sem útsendarar Pútíns hafa oft notað til að koma andstæðingum forsetans fyrir kattarnef.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bestu aðferðina til að svæfa grátandi börn

Fundu bestu aðferðina til að svæfa grátandi börn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi mistök máttu aldrei gera þegar þú sýður hrísgrjón

Þessi mistök máttu aldrei gera þegar þú sýður hrísgrjón
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanleg skilaboð móður sem fannst látin – „Þeir eru ekki að fara að sleppa mér“

Óhugnanleg skilaboð móður sem fannst látin – „Þeir eru ekki að fara að sleppa mér“