Í ísskápnum voru evrur og það ansi margar eða sem svarar til um 20 milljóna íslenskra króna. Fyrri eigandi hafði sett peningana í ísskápinn.
Sem betur fer þá er Heller strangheiðarlegur og hann fór með peningana á næstu lögreglustöð.
Lögreglan lýsti síðan eftir eiganda ísskápsins. Það var 91 árs kona sem hafði búið á elliheimili eftir að eiginmaður hennar lést. MDR segir að þegar konan lést hafi eigur hennar verið seldar, þar á meðal ísskápurinn.
Það var barnabarn konunnar sem sá um söluna og hafði það ekki hugmynd um að peningar væru í ísskápnum.
Thomas fékk fundarlaun en þau voru 3% af heildarupphæðinni. Hann hefur að sögn ekki ákveðið hvað hann gerir við peningana.