Zeit Online, Der Spiegel og Bild eru meðal þeirra miðla sem skýra frá þessu.
Segja þýsku miðlarnir að 3.000 lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem hófust í nótt.
Þeir hafa leitað í rúmlega 130 húsum og íbúðum um allt land.
Zeit segir að hópurinn, sem aðgerðirnar beinast gegn, samanstandi af 52 einstaklingum og að minnst 25 hafi verið handteknir. Er um samtök öfgahægrimanna að ræða.