fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Nýjasta hótun Norður-Kóreu er 12 ára dóttir einræðisherrans – Ættin verður áfram við völd og er óhrædd við notkun kjarnorkuvopna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 19. nóvember 2022 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur loksins komið fram fyrir sjónir almennings.

Hingað til hefur tilvera hennar, og hugsanlegra systkina, verið lítið annað en orðrómur en hún mætti með foreldrum sínum þegar að kjarnorkueldflaug var skotið upp nú í vikunni.

Talið er að stúlkan heiti Ju Ae og sé 12 til 13 ára gömul.

Það telst vera einstakt, þar sem valdamenn Kim ættarinnar hafa ávallt gætt þess að fela bæði maka og börn.

Kim Jong-un ásamt dóttur sinni. Hún er talið 12 til 13 ára gömu.

En með því að leyfa birtingu myndanna telja sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu að Kim-Jong un sé að senda áhrifamikil skilaboð.

Skilaboð um að Kim ættin muni vera áfram við völd, það sé komin fram ný kynslóð sem muni halda um valdataumana um ókomna framtíð.  Jafnvel þótt að viðkomandi sé stúlka, sem hefði þótt af og frá á valdatíma föður hans og afa.

En það sem meira er. Með því að að taka dóttur sína við skot kjarnorkueldflaugar er Kim Jong-un að senda skýr skilaboð um að ekki aðeins hann, heldur einnig næsta kynslóð, muni halda áfram framleiðslu kjarnorkuvopna.

Sefur aldrei tvær nætur á sama stað

Lítið sem ekkert var vitað um hjúskaparstöðu föður og afa einræðisherrans né fjölda barna. Til að mynda var lengi vel ekki vitað af tilveru Kim Jong-un, sem var vandlega falinn fram á fullorðinsár.

Þar til nú hefur Kim ættin haldið afkvæmum sínum leyndum til að tryggja öryggi sitt. Líkt og forverar hans er Kim Jong-un afar hræddur um líf sitt, jafnvel óttaslegnari en faðir hans og afi, þar sem tækni nútímans hefur gefið heiminum færi á að vita meira um þetta lokaðasta land í heimi.

Einræðisherrann ásamt dóttur sinni og eiginkonu, Ri Sol-ju. Á fyrstu árum valdatíma hans voru hún oft með honum í för en það gerist æ sjaldnar að hún sjáist opinberlega.

Samkvæmt sérfræðingum er Kim-Jong-un það hræddur um líf sitt að hann sefur aldrei tvær nætur á sama stað. Hann á að minnsta kosti átta hallir sem vitað er um og er öryggisgæsla í kringum einvaldinn með ólíkindum.

Kim ættin gerir bókstaflega allt til að fela upplýsingar um meðlimi fjölskyldunnar.

Flogið heim með kúkinn

Þegar að systir einræðisherrans, Kim Yo-jong, mætti á Ólympíuleikana í Suður-Kóreu aríð 2018 kom hún með eigin rúmföt, eigin borðbúnað og eigin handklæði, svo fátt eitt sé nefnt. Hún er talin mögulegur eftirmaður einræðisherrans, skyldi hann falla frá áður en börn hans eru komin á aldur, og því með hæst settu valdamönnum þjóðarinnar.

Meðan á dvöl hennar stóð var bókstaflega allt gert til að koma í veg fyrir að unnt væri að ná úr henni DNA sýni. Var meira segja sett upp sía á hótelsalernið þar sem úrgangi úr henni var safnað og flogið með hann til Norður-Kóreu. 

Þegar að bróðir hennar, Kim Jong-un, mætti til viðræðna við Trump í Singapore árið 2018 var enn lengra gengið og hafði einvaldurinn sitt eigið salerni með í för.

Ástæðan er ótti valdastéttarinnar við að ríki, sem þau álíta óvini, komist yfir upplýsingar um heilsufar þeirra sem nota mætti gegn þeim.

Femínisti?

Bjartsýni ríkti í upphafi valdatíma Kim Jong-un, sem var að mestu leyti alinn upp í Sviss, um að hann myndi nútímavæða landið en hann hefur þvert á vonir gert enn frekari tilraunir til einangrunar landsins. Hann virðist þó vera öllu sáttari við konur við völd en forverar hans og sá femínskasti af Kim ættinni.

Það er ekkert internet í Norður-Kóreu, engir farsímar, það er bannað að hringja eða fara úr landinu, og jafnvel ferðast á milli bæja. Öllum miðlum er stjórnað af yfirvöldum.

Í þeim er lítið annað að finna en áróður um hversu dásamleg stjórnvöld séu og hversu heppnir íbúar séu og fylgja oft ljósmyndir af ömurð Vesturlanda og ekki síst erkióvininum, Suður-Kóreu.

Það þarf vart að taka fram að ljósmyndirnar endurspegla á engan hátt veruleika umræddra ríkja.

Skýr skilaboð

En þótt að Norður-Kórea búi yfir hlutfallslega stærsta her í heimi – af þeim 24 milljónum sem landið búa eru 6 milljónir í hernum – og banni öll samskipi við umheiminn, hafa stjórnvöld þar lítil völd yfir tækninni. Farsímum, USB lyklum og tölvum er smyglað inn í landið og hafa yfirvöld í Suður-Kóreu sett upp net farsímamastra við landamæri ríkjanna.

Gervihnattarmyndir gefa einnig góða sýn á margt sem stjórnvöld vilja fela, til að mynda vopnaverksmiðjur og þrælkunarbúðir.

Ekkert má vitnast um Norður-Kóreu.

Því telst það afar sérstakt að elsta barn Kim Jong-un, af þremur sem talið er, skuli sjást opinberlega í fylgd foreldra sinna.

Eflaust hefur telpan talið að um skemmtilegan bíltúr með mömmu og pabba væri að ræða en það liggur mun meira að baki.

Skilaboð um að næsta kynslóð muni ekkert gefa eftir og sé óhrædd við að nota kjarnorkuvopn, finnist þeim ógnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta