fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Jólaskrúðgöngumorðinginn dæmdur í ævilangt fangelsi- „Það eina sem ég óska er að þú rotnir, rotnir hægt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 19:30

Darrell Brooks í dómsal. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Darrell Brooks, fertugur Bandaríkjamaður, dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa orðið sex manns að bana og slasað tugi annarra þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha í Wisconsin þann 21. nóvember á síðasta ári. Hann á ekki möguleika á reynslulausn.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rúmlega 60 manns hafi slasast þegar Brooks ók Ford bifreið sinni inn í skrúðgönguna. Sex létust, þar á meðal átta ára barn.

Brooks var ákærður fyrir sex morð af yfirlögðu ráði og 70 önnur brot. Hver og ein morðákæra hafði sjálfkrafa ævilangt fangelsi í för með sér. Dómarinn hafði þó heimild til að ákveða að Brooks fengi að afplána hluta af refsingunni undir sérstöku eftirliti, þetta er útgáfa Wisconin af reynslulausn. En dómarinn nýtti ekki þessa lagaheimild og því á Brooks ekki möguleika á reynslulausn.

Dauðarefsing er ekki heimil í Wisconsin.

Fórnarlömb Brooks báru vitni fyrir dómi og báðu þau næstum öll dómarann um að dæma hann til þyngstu mögulegu refsingar. „Það eina sem ég óska er að þú rotnir, rotnir hægt,“ sagði Chris Owens þegar hann bar vitni en móðir hans var meðal fórnarlamba Brooks.

Brooks ók bifreið sinni, Ford Escape, á skrúðgönguna eftir að hann hafði rifist við fyrrum unnustu sína.

Hann bar geðsjúkdómi fyrir sig í fyrstu en dró þá fullyrðingu sína til baka í september. Í október rak hann verjendur sína og annaðist sjálfur vörn sína fyrir dómi. Hann sagði að alvarleg bilun hefði verið í bílnum og að hann hefði ekki ætlað sér að meiða neinn og að hann hefði þeytt flautu bifreiðarinnar til að vara fólk við.

Sérfræðingur sagði hins vegar að ekkert hefði verið að bifreiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta