fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Ótrúleg mistök – Hvernig gat lögreglan ruglast á þessum tveimur mönnum?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 06:09

Þeir eru nú ekki mjög líkir. Mynd: Henderson Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shane Neal Brown er 49 ára, hvítur, með grátt skegg og var eftirlýstur fyrir vopnalagabrot. Shane Lee Brown er 23, svartur og var á leið heim úr vinnu. Þannig hefst ótrúleg saga sem er mjög vandræðaleg fyrir lögregluna í Nevada í Bandaríkjunum og gæti reynst henni dýr.

Allt hófst þetta í janúar 2020 þegar Shane Lee var á leið heim úr vinnu. Lögreglan stöðvaði hann og handtók og sagði hann grunaðan um vopnalagabrot. Hann var í haldi lögreglunnar í tæpa viku. Á þeim tíma margreyndi hann að fá lögregluna í Henderson og Las Vegas til að átta sig á að hann væri alsaklaus og ekki maðurinn sem leitað var að. En það var ekki hlustað á hann.

Það var ekki fyrr en lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir honum að skarpur dómari áttaði sig á að Shane Lee var ekki Shane Neal sem er 26 árum eldri og þar að auki hvítur á hörund.

Shane Lee Brown. Mynd: Henderson Police Department

Washington Post segir að nú hafi Shane Lee höfðað mál á hendur lögreglunni fyrir að hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hans og að hafa handtekið hann að ástæðulausu. Í stefnunni segir að ef bara einhver af lögreglumönnunum eða fangavörðunum hefði unnið vinnuna sína, til dæmis borið handtökumyndina af Shane Lee saman við myndina af Shane Neal, hefði verið ljóst að hér var um rangan Shane að ræða.

Það var 8. janúar 2020 sem Shane Lee var á leið heim úr vinnu. Hann ók í gegnum Henderson og þar stöðvaði lögreglan hann og tók niður persónuupplýsingar hans og keyrði í gegnum tölvukerfi sín. Þá birtist handtökuskipun á hendur Shane Brown sem hafði ekki mætt fyrir dóm en hann var grunaður um vopnalagabrot. Lögreglumennirnir handtóku Shane Lee og fóru með á lögreglustöðina þar sem honum var stungið í fangaklefa. En af einhverjum ástæðum áttaði enginn sig á að Shane Lee er svartur, 26 árum yngri en hinn hvíti Shane Neal og þar að auki 10 cm lægri. Shane Lee var hins vegar sviptur ökuréttindum og átti ógreidda sekt hjá lögreglunni í Henderson.

Shane Neal Brown. Mynd: Henderson Police Department

Shane Lee mótmælti handtökunni við alla þá lögreglumenn sem hann hitti á lögreglustöðinni en það stoðaði lítið og hann var látinn dúsa í fangaklefa á lögreglustöðinni í tvo sólarhringa áður en hann var fluttur í fangelsi í Las Vegas.  Þar hélt hann áfram að reyna að sannfæra fólk um að hann væri ekki hinn hvíti Shane Neal en enginn hlustaði. Fjórum dögum síðar var hann færður fyrir dómarann Joe Hardy þar sem lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir honum. En Hardy áttaði sig fljótt á mistökum lögreglunnar og lét hann lausan samstundis.

Shane Lee hefur nú höfðað mál á hendur lögreglunni og krefst 500.000 dollara í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi