fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þjóninum brá mjög þegar hann sá kvittunina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 07:59

Þetta er ansi rausnarlegt þjórfé.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fór Eric Smith á Alfredo‘s Cafe í Scranton í Pennsylvania í Bandaríkjunum og fékk sér heimagert stromboli. Mariana Lambert, þjónustustúlka, stóð agndofa þegar Smith gerði upp reikning sinn að máltíðinni lokinni.

Hann var svo ánægður með matinn og þjónustuna að hann ákvað að gera vel við starfsfólkið, mjög vel. Þegar kom að því að greiða fyrir veitingarnar bætti hann 3.000 dollurum við sem þjórfé.  Það svarar til um 410.000 íslenskra króna.

Þetta verður að teljast rausnarlegt þjórfé fyrir máltíð sem kostaði 13,25 dollara.

CNN hefur eftir Matt Martini, yfirmanni hjá Alfredo‘s, að Lambert hafi komið inn á skrifstofu hans og hafi verið með tár í augunum og hafi skolfið og sagt honum að viðskiptavinur hafi gefið henni 3.000 dollara í þjórfé.

Smith sagði starfsfólkinu að hann stundaði viðskipti með rafmyntir og að hann vildi bara reyna að skila einhverju aftur til samfélagsins.

Martini sagði að peningarnir hafi komið sér mjög vel fyrir Lambert sem hefur unnið á staðnum í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi